fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Bálreiður Mikael baunar á þá sem fara með völdin vestur í bæ – „Viðurkenna bara að þeir nenni ekki kvennafótbolta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. ágúst 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulássyni var heitt í hamsi er hann ræddi stöðu mála hjá KR í þætti Þungavigtarinnar í dag. Kvennalið félagsins í knattspyrnu er svo gott sem fallið úr Lengjudeildinni.

Það er aðeins ár síðan KR féll úr efstu deild en ekkert virðist geta stöðvað það að liðið falli annað árið í röð.

Mikael Nikulásson, þjálfara KFA í 2. deild karla og KR-ingi, er ekki skemmt.

„Það er alltaf röflað um aðstöðuleysi í Vesturbænum. Þetta er mesta kúkaafsökun sem ég hef heyrt. Þegar ég var að alast upp var KR topplið í körfubolta og þá spiluðu þeir í Hagaskóla. Núna eiga þeir heila höll, það má ekki einu sinni vera handbolti í félaginu af því hann er fyrir,“ segir Mikael, en bæði karla- og kvennalið KR í körfubolta eru einmitt fallin úr efstu deild.

„Er það aðstöðuleysi? Þeir eiga þessa höll,“ segir Mikael.

Hann segir til skammar hvernig er komið fyrir kvennafótbolta í KR þó hann sé ánægður með að Rálmi Rafn Rálmason hafi tekið við stöðu aðalþjálfara á dögunum.

„Það hefði allt eins verið hægt að loka sjoppunni í kvennaboltanum hjá KR eins og menn hafa hagað sér gagnvart honum. Það er öllum drullusama um hann þarna.

Ég er ánægður með Pálma að hafa ástríðu fyrir að taka við þessu á vonlausum tíma. Hann sýnir smá KR hjarta og ég er ánægður með það.“

Mikael baunar þó áfram á félagið.

„Fyrir mér er það ekkert nema skandall að kvennalið KR sé að falla í 2. deild. Það er ekki stelpunum í liðinu að kenna, þetta eru ungar stelpur og það er ekkert lagt í þetta.

Annað hvort þurfa menn að rífa þetta almennilega upp eða leggja þetta bara niður eins og þeir gerðu með handboltann og viðurkenna bara að þeir nenni ekki kvennafótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham