Wataru Endo er genginn í raðir Liverpool á um 16 milljónir punda.
Skiptin komu mörgum á óvart en Endo var fyrirliði Stuttgart sem hafði lítið verið orðaður við Liverpool áður en félagaskiptin voru skyndilega langt komin.
Kaupin á Japananum koma í kjölfar þess að Liverpool hefur misst af tveimur skotmörkum sínum á miðjuna til Chelsea undanfarið.
Liverpool hafði náð samkomulagi við Brighton um Moises Caicedo og Southampton um Romeo Lavia en báðir völdu Chelsea frekar.
Í tilefni að komu Endo í dag sló Klopp á létta strengi á blaðamannafundi.
„Það var gott að ná samkomulagið við félagið og leikmanninn,“ sagði hann og lagði mikla áherslu á síðasta orðið. Þetta má sjá hér neðar.
Liverpool tekur á móti Bournemouth í öðrum leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á morgun eftir jafntefli við Chelesa í fyrstu umferð.