Paris Saint-Germain borgar langhæstu launin í fótboltanum á þessu tímabil ef marka má nýjan lista Sportlens.
Félagið borgar alls meira en 366 milljónir evra í laun á tímabilinu, enda með margar stjörnur innanborðs.
Félög í Sádi-Arabíu eru áberandi á listanum og eru Al Nassr, Al Hilal og Al Ittihad öll á honum. Leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Neymar og Karim Benzema eru þar á mála.
Þekkt stórlið úr Evrópuboltanum eru einnig á listanum.
Listinn í heild
1. Paris Saint-Germain – €366,060,000
2. Al-Nassr – €291,022,641
3. Real Madrid – €266,820,000
4. Al Hilal – €266,309,561
5. Manchester Utd – €248,333,772
6. Manchester City – €245,691,531
7. Barcelona – €244,910,000
8. Al-Ittihad – €277,551,974
9. Bayern Munich – €236,930,000
10. Arsenal – €208,085,373