fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ungbarnamorðinginn Lucy sakfelld: Brosti til foreldra og var umhyggjusöm en myrti börnin kerfisbundið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. ágúst 2023 22:00

Lucy þegar hún var handtekin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby, 33 ára gömul, var í dag sakfelld fyrir dómi í Manchester á Englandi, fyrir að hafa banað sjö ungbörnum, þar af fimm drengjum og tveimur stúlkum, og gert tilraun til að myrða sex börn í viðbót.

Lucy er grunuð um miklu fleiri morð og morðtilraunir, en ofannefndir glæpir þóttu fullsannaðir.

Morðin voru framin á eins árs tímabili, frá því í júní 2015 til júní 2016 þegar Lucy var um 26 ára gömul, á Countess of Chester sjúkrahúsinu. Hún myrti börn sem lágu á fyrirburadeild með hinum ýmsu aðferðum. Meðal annars sprautaði hún lofti, insúlíni og mjólk í börnin. Hún gerði margar til raunir til að myrða sum börnin áður en henni tókst það og sumar morðtilraunirnar misheppnuðust.

Lucy var fyrst handtekin árið 2018 vegna gruns um morð en lögreglan birti í dag myndbandið hér fyrir neðan af handtökunni:

Brosmild og umhyggjusöm

Ýmis fleiri myndbönd af Lucy hafa verið birt á Youtueb, meðal annars frá lögregluyfirheyrslu þar sem hún segist hafa haft áhyggjur af vaxandi dánartíðni barna  á deildinni. Hún sagðist hins vegar engan þátt hafa átt í dauða barnanna.

Lucy var þekkt fyrir sitt umhyggjuríka og blíða englabros og hún fyllti foreldra barna á fyrirburadeildinni fölsku öryggi með hlýlegri framkomu sinni, á sama tíma var hún að leggja drög að því að myrða börnin.

Meðal sterkra sönnunargagna í málinu gegn Lucy var handskrifuð dagbók hennar þar sem hún varpaði sök á sjálfa sig. Dagbókin fannst við húsleit á heimili Lucy.

Ein af mörgum skuggalegum frásögnum sem hafa komið fram við réttarhöldin er sú saga að Lucy skipulagði litla fagnaðarhátíð þegar einn af fyrirburunum átti 100 daga afmæli, en barninu hafði ekki verið hugað líf. Var festur afmælisborði yfir rúm barnsins og fjölskylda þess og starfsmenn deildarinnar fengu sér kökur og k affi.

En sama dag reyndi Lucy að myrða þetta barn, án árangurs. Hún gerði tvær tilraunir til viðbótar, telpan lifði af en er með alvarlega heilalömun sem kallar á umönnun allan sólarhringinn alla hennar ævi.

Saksóknari lýsti glæpum Lucy sem þaulhugsuðum og kaldrifjuðum. Dómari um tilkynna um refsingu hennar næstkomandi mánudag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans