fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Patrik um gagnrýni Egils og Bubba – „Menn eru oft svo blindir á sjálfa sig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. ágúst 2023 13:59

Egill Helgason, Patrik Snær Atlason og Bubbi Morthens.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrik Snær Atlason, kallaður Prettyboitjokko, segir að hann hljóti að vera að gera eitthvað rétt fyrst honum tókst að styggja menn eins og Egil Helgason og Bubba Morthens.

Patrik var gestur morgunþáttarins Bítið á Bylgjunni í dag og talið barst að tónlistarmanninum Bubba Morthens.

„Ég nenni ekki að tala um Bubba, hann var eitthvað að drulla yfir mig um daginn,“ sagði Patrik.

„Hann sagði að ég væri ekkert nema innihald, nei, útlitið og ekkert innihald. Hann og Bó Hall eru ekki ánægðir með mig, en þá veit maður að maður er að gera eitthvað rétt. Björgvin þarf að passa sig.“

„Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja?“

Það má rekja forsögu málsins til færslu sem fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skrifaði í lok júlí.

„Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svonalagað les maður daglega í fjölmiðlum. Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja? Ég man þá tíð að svona hefði þótt alveg innilega ófínt. En nú er því stillt upp eins og þarna sé gríðarlega eftirsóknarverður veruleiki.“

Hugleiðingar Egils vöktu mikla athygli og tóku nokkrir þjóðþekktir einstaklingar undir með Agli. Meðal þeirra var Bubbi sem skrifaði: Umbúðir ekkert innhald.“

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson var sammála og sagði:  „Endalaus sjálfshátíð“.

„Menn eru svo blindir á sjálfa sig“

Umræðan fór ekki framhjá Patrik sem virðist ekki taka þetta nærri sér.

„Þegar maður er að styggja þessa gæja þá verður maður að gefa sér klapp á bakið,“ sagði hann.

„Menn eru oft svo blindir á sjálfa sig, ég sé ekki annað en myndir af Bubba í dýrustu laxám landsins en menn vilja ekki tala um það. En það er önnur saga.“

Þú getur hlustað á viðtalið við Patrik hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 6 dögum

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is