Cardiff City hefur staðfest það að Rúnar Alex Rúnarsson sé mættur til félagsins á láni frá Arsenal út þessa leiktíð.
Rúnar Alex hefur verið á láni í Belgíu og í Tyrklandi frá því að hann kom til Arsenal.
Markvörðurinn knái fær nú reynslu innan Englands en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal.
Rúnar Alex hefur æft með Arsenal í sumar og fór í æfingaferð félagsins í Bandaríkjunum en heldur nú til Wales.
Rúnar er orðinn fyrsti kostur í mark íslenska landsliðsins og því er mikilvægt fyrir hann að fá leiktíma til að halda stöðu sinni í liði Age Hareide.
🙌💙🇮🇸#CityAsOne pic.twitter.com/tsDmW7VJVi
— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) August 18, 2023