Liverpool hefur staðfest kaup sín á Wataru Endo frá Stuttgart en miðjumaðurinn frá Japan skrifaði undir í dag.
Hinn þrítugi Endo, sem var fyrirliði Stuttgart, bað um að fá að fara til að upplifa draum sinn og spila fyrir Liverpool.
Endo er að upplagi djúpur miðjumaður en getur einnig leyst stöðu miðvarðar.
Tölfræði hans frá því hann kom til Stuttgart 2020 þykir góð þegar hann er borinn saman við aðra miðjumenn. Hann hefur til að mynda unnið boltann oftast allra miðjumanna þýsku deildarinnar á síðasta þriðjungi, unnið flesta skallabolta og hreinsað oftast frá.
Þá er hann með næstflestu snertingarnar og sömuleiðis næstflestu heppnuðu sendingarnar.
Official, exclusive story confirmed. Endō signs in as new Liverpool player from Stuttgart 🔴✨🇯🇵 #LFC
“I’m very happy and I'm so excited to join a big club in Liverpool. It feels amazing and this is my dream”.
“It's a dream come true for me”, Endō says. pic.twitter.com/Js9fGGrElf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2023