fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Lögregla fær að skoða síma, tölvur og sendibréf manns sem grunaður er um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. ágúst 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögregla megi rannsaka innihald muna sem hún hefur haldlagt af manni sem grunaður er um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.

Um er að ræða snjallsíma, spjaldtölvu, fartölvu, harðan disk og handskrifuð sendibréf sem fundust heima hjá manninum. Í úrskurði héraðsdóms um málsatvik segir svo:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem varðar sölu og dreifingu fíkniefna og lyfja. Þann 1. ágúst sl. var kærði stöðvaður á bifreiðinni […]
vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Með kærða í bifreiðinni var A, kt. […]. Við öryggisleit á A fann lögregla 23 smelluláspoka af ætluðu kókaíni, sem og 2 spjöld af lyfseðilsskylda lyfinu oxycontin. Meðan á afskiptum lögreglu stóð hringdi farsími kærða stöðugt. Við leit í bifreiðinni sem og á kærða fann lögregla einnig 80.000 kr. í reiðufé. Kærði og A heimiluðu í kjölfarið leit á dvalarstað þeirra að […]. Við húsleitina fann lögregla poka af hvítu efni, vog, raftæki sem og mikið magn af póstlögðum bréfum erlendis frá, sem stílað var á kærða. Kærði er […] ríkisborgari og hefur verið hér á landi í tæplega  […] mánuði.

Lögregla grunar að kærði kunni að vera tengdur skipulagðri glæpastarfsemi.“

Í kröfu lögreglustjóra um veittan aðgang að innihaldi tækjanna segir að það sé mat lögreglu að upplýsingar í tækjunum og bréfunum geti skipt miklu máli fyrir rannsókn málsins.

Héraðsdómur féllst á kröfuna og núna hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“