KAS Eupen í Belgíu hefur staðfest kaup sín á Alfreð Finnbogasyni sem skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Alfreð gerir tveggja ára samning við félagið en 433.is sagði fyrst allra frá því í morgun að Alfreð væri á leið til félagsins.
𝑰𝒄𝒆𝒍𝒂𝒏𝒅𝒊𝒄 𝒊𝒏𝒕𝒆𝒓𝒏𝒂𝒕𝒊𝒐𝒏𝒂𝒍 𝑨𝒍𝒇𝒓𝒆𝒅 𝑭𝒊𝒏𝒏𝒃𝒐𝒈𝒂𝒔𝒐𝒏 𝒏𝒆𝒘 𝒔𝒕𝒓𝒊𝒌𝒆𝒓 𝒇𝒐𝒓 𝑲𝑨𝑺 𝑬𝒖𝒑𝒆𝒏 🇮🇸
Welcome to the Panda Family Alfred! 🤍#rransfer #striker #kaseupen #herzenssache pic.twitter.com/z5rq6eWtTT
— KAS Eupen (@kas_eupen) August 18, 2023
Eupen í Belgíu borgar tvær milljónir danskra króna fyrir Alfreð. Danskir miðlar segja að kaupverðið sé 38 milljónir íslenskra króna en Alfreð kom frítt til Lyngby fyrir ári síðan.
Alfreð gerði nýjan samning við Lyngby í sumar en fer nú til Belgíu þar sem hann byrjaði atvinnumannaferil sinn árið 2011.
Atvinnumannaferill Alfreðs hófst í Belgíu hjá Lokeren árið 2011 og mögulega lokar hann hringnum sínum í sama landi.
Alfreð hefur átt magnaðan feril og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og nú síðast Danmörku.
Eupen keypti Guðlaug Victor Pálsson frá DC United á dögunum og kaupir nú íslenska framherjann. Félagið er í eigu Aspire Zone í Katar.