Chelsea óttast það að Reece James verði frá í nokkra mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leik tímabilsins.
James hefur verið ótrúlegur meiðslapési síðustu ár og misst mikið úr.
Meiðslin núna eru á læri og gæti enski landsliðsmaðurinn þurft að fara í aðgerð og verður hann frá lengi vegna þess.
Þetta er í ellefta skiptið sem James verður frá vegna meiðsla frá því að tímabilið 2021/2022 hófst.
Í fimm af þessum skiptum hefur hann glímt við meiðsli í læri en James er nýr fyrirliði Chelsea.