fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Hefur engan áhuga á því að fara til Sádí – „Mér finnst að maður eigi ekki að setja peninga í fyrsta sæti“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wojciech Szczesny, fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Juventus, virðist ekki hrifinn af þeirri þróun að fjöldi leikmanna flykkist úr Evrópufótboltanum í peningana í Sádi-Arabíu. Hann hefur engan áhuga á að fara þangað sjálfur.

Í kjölfar þess að Cristiano Ronaldo fór til Al Nassr síðasta vetur hefur fjöldi stjarna farið til Sádí. Sú nýjasta er Neymar sem skrifaði undir hjá Al Hilal á dögunum.

„Ég á nóg af peningum í lífi mínu. Ég kýs frekar spennandi áskoranir og að verja mark Juventus er besta áskorun sem ég gæti fengið,“ segir hinn 33 ára gamli Szczesny.

„Ég les ekki mikið um fótbolta en ég þekki einhverja leikmenn sem hafa farið til Sádí og það kemur mér ekki á óvart. Ég skil að einhverjir taki þessa ákvörðun og kannski er hún rökrétt. 

Mér finnst að maður eigi ekki að setja peninga í fyrsta sæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“