KA er úr leik í Sambandsdeildinni eftir tap gegn Club Brugge í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í kvöld. Leikið var á Laugardalsvelli.
Norðanmenn voru í raun í ómögulegri stöðu fyrir leikinn í kvöld eftir 5-1 tap gegn stórliðinu ytra.
Dedryck Boyata kom Club Brugge yfir snemma leiks og áður en fyrri hálfleikur var allur tvöfaldaði Michal Skoras forskotið.
Roman Yaremchuk kom gestunum í á 57. mínútu en Pætur Petersen svaraði fyrir KA um hæl.
Yaremchuk átti hins vegar eftir að skora tvö til viðbótar og innsigla þrennuna og 1-5 sigur Club Brugge, 10-2 samanlagt.
KA er úr leik í Evrópukeppni þetta árið en getur borið höfuðið hátt samt sem áður.