Breiðablik tók á móti Zrinjski frá Bosníu-Hersegóvínu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Kópavogsliðið var heldur betur í erfiðri stöðu fyrir kvöldið eftir 6-2 tap í fyrri leiknum.
Blikar voru betri í kvöld og unnu 1-0 sigur með sjálfsmarki Slobodan Jakovljevic á 56. mínútu. Þeir ógnuðu hins vegar forystu Zrinjski aldrei almennilega.
Lokatölur því samanlagt 6-3.
Breiðablik fer nú í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar verður andstæðingurinn líklega Struga frá Norður-Makedóníu, en liðið leiðir sitt einvígi sitt gegn Hesperange frá Lúxemborg með tveimur mörkum þegar 20 mínútur eru eftir.