Sergio Ramos fyrrum fyrirliði Real Madrid er ansi sáttur með það að vera mættur með 60 milljónir fylgjenda og sagði frá því í færslu á Instagram.
Þetta finnst Cristiano Ronaldo hans fyrrum samherja hins vegar ekkert sérstaklega merkilegt og lét Ramos vita af því.
Ronaldo setti ummælu við færslu Ramos og lét hann vita af því að hann ætti langt í land með að ná sér.
„Það vantar eitt 0 til að ná mér,“ skrifar Ronaldo við færsluna en hann er sjálfur með 601 milljón fylgjenda
Ronaldo er vinsælasti einstaklingur í heimi á Instagram og er reikningur hans orðinn mikil tekjulind fyrir kappann góða sem er einn besti knattspyrnumaður sögunnar.