Buckingham Group Contractors hefur lagt fram gjaldþrotabeiðni en fyrirtækið hefur séð um framkvæmdir á nýrri stúku á Anfield sem á að taka í gagnið á næstu vikum.
Liverpool fær ekki að opna nýju stúkuna sem er í Anfield Road endanum á vellinum fyrir komandi helgi þar sem fyrsti heimaleikur Liverpool fer fram gegn Bournemouth.
Allir starfsmenn Buckingham Group Contractors yfirgáfu Anfield í morgun þegar fréttir af gjaldþrotinu fóru að berast.
Work on the Anfield Road end seems to have officially come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/KLK0iW5vFQ
— – (@JoshLFC1909) August 17, 2023
Óvíst er hvað gerist með næstu skref en ljóst er að ekkert verður unnið við nýju stúkuna í dag og opnun hennar gæti frestast.
Eigendur Liverpool hafa verið að laga heimavöll félagsins en þessar endurbætur og stækkun á Anfield Road stúkunni kostar um 80 milljónir punda.