Ensk götublöð segja frá því að Manchester United muni á næstu dögum tilkynna um endurkomu Mason Greenwood hjá félaginu.
Í gær lak það út að United hafi ætlað í byrjun ágúst að tilkynna endurkomu Greenwood en hafi frestað því.
Félagið sagði rannsókn sína á máli Greenwood að klárast og að það verði Richard Arnold, stjórnarformaður félagsins muni taka endanlega ákvörðun.
Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér. Félagið hefur borgað Greenwood 10 milljónir á viku á meðan málið er í skoðun.
Manchester United segir eftir frétt Athletic að málið sé enn í skoðun en en Greenwood er 21 árs gamall en endurkoma hans virðist nálgast hjá félaginu þó allt geti gerst fyrir formlega tilkynningu.