fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Sverrir viðurkennir mistök og B5 fær núna nýtt nafn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 11:57

Sverrir Einar Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögbann hefur verið sett á notkun nafnsins B5 en Sverrir Einar Eiríksson tók yfir rekstur skemmtistaðarins að Bankastræti 5 í júní síðastliðnum úr hendi Birgittar Líf Björnsdóttur. Er staðurinn var í hennar eigu bar hann heitið Bankastræti Club, en Sverrir tók upp fyrra nafn staðarins, B5.

„Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5,“ segir í frétt Vísis um málið.

Sverrir Einar Eiríksson hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið og tilkynnt um nýtt nafn staðarins. Hann heitir núna B:

„Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta nafni skemmtistaðarins í Bankastræti fimm, sem þekktur hefur verið sem B5, í B. Ákvörðun er tekin í kjölfar þess að lögbann var lagt á notkun heitisins B5.

„Okkur urðu á mistök þegar við gáfum staðnum nafn eftir eigendaskiptin í sumar, en heitið B5 reyndist í eigu einkahlutafélags. Síðan fór lögbannskrafan fram hjá mér þannig að málið rataði í þetta lögbannsferli. Þetta þykir mér miður og bið ég hlutaðeigandi afsökunar á því,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, sem ásamt unnustu sinni, Vestu Minkute, tók yfir rekstur Bankastrætis Club í byrjun júní sl.

Yfirlýst markmið nýrra rekstraraðila var að endurvekja stemninguna sem áður einkenndi B5 og gera hann aftur að besta skemmtistað borgarinnar. Breytingum sem gerðar hafa verið á staðnum hefur verið afar vel tekið og er hann nú með vinsælli viðkomustöðum í skemmtanalífi Reykjavíkur.

„Við erum því ekkert að flækja hlutina þegar við breytum nafni staðarins og fellum bara niður fimmuna í heitinu. Hér eftir nefnist hann B. Annað er óbreytt og gleðin áfram við völd á besta stað í bænum í Bankastræti 5,“ segir Sverrir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?