Edda er viðskiptafræðingur, íþróttakona, þjálfari og áhrifavaldur en er hvað þekktust fyrir hlaðvarp sitt, Eigin konur.
Í fyrra var hún með virka Patreon-síðu, þar sem hlustendur borga fyrir áskrift að hlaðvarpinu. Síðasti þáttur kom út í desember 2022.
Í mars 2022 hætti hún sem einyrki og tók upp samstarf við Stundina og gekk í kjölfarið í Blaðamannafélag Íslands. Í febrúar 2023 hóf hún störf hjá Heimildinni en hætti störfum tveimur mánuðum síðar.
Auk þáttagerðarinnar hefur Edda einnig boðið upp á fjarþjálfunarprógrömm á StrongerWithEdda.com, og er síðan enn virk.
Það vakti nokkra athygli að greitt útsvar Eddu árið 2020 var núll krónur miðað við uppgefnar tekjur. Að sögn hennar var það þó á misskilningi útskýrði hún málið á þá leið að hún hefði verið skattlögð í Danmörku.
Árið 2021 borgaði hún skatt hér á landi og voru mánaðartekjur hennar að meðaltali 341.678 krónur.
Hagur hennar vænkaðist til muna á milli ára en tekjur hennar hækkuðu um 50 prósent, að meðaltali voru þær 522.484 krónur á mánuði árið 2022.