fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Bandarískur hermaður flúði til Norður-Kóreu í leit að auknum mannréttindum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 09:00

Travis King

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að bandaríski hermaðurinn Travis King sé staddur í landinu og að hann hafi flúið þangað vegna „ómannlegrar meðhöndlunnar og mismununar á grundvelli kynþáttar“.

Hefur málið vakið talsverða athygli enda fáheyrt að menn flýi til einræðisríkisins alræmda í leit að auknum mannréttindum.

Hinn 23 ára gamli hermaður var staðsettur á bandarískri herstöð í Suður-Kóreu þegar hann stakk af yfir landamærin þann 18. júlí síðastliðinn. Í tæpan mánuð hefur lítið til hans spurst allt þar til áðurnefnd yfirlýsing barst frá Norður-Kóreu. Í henni kemur fram að King hafi smyglað sér ólöglega inn í landið en ekki er upplýst um hvar King er niðurkominn, hvernig honum reiðir af né hverjar afleiðingarnar af broti hans verða.

Í yfirlýsingunni kemur þó fram að King hafi lýst yfir vilja sínum til þess að sækja um pólitískt hæli í Norður-Kóreu eða öðru ríki.

Ættingjar King og bandarískir ráðamenn hafa miklar áhyggjur af velferð hans og er þess nú freistað að semja við yfirvöld í Norður-Kóreu að King verði leystur úr haldi.

King gekk í bandaríska herinn í janúar 2021 og hafði um nokkurt skeið verið staðsettur í Suður-Kóreu. Þar hafði hann komið sér í vandræði og hafði mátt dúsa í tvo mánuði í varðhaldi fyrir meinta líkamsárás og hafði hann nýlega sloppið úr haldi þegar hann flúði land. Til stóð að King yrði sendur aftur til Bandaríkjanna þar sem hann átti að svara til saka fyrir gjörðir sínar og taka afleiðingum þeirra.

Talið er að flótti King sé mikil happafengur fyrir yfirvöld í Norður-Kóreu sem muni freista þess að nota málið í áróðursstríði sínu gagnvart Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis