fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Rebekka og Snorri ráðin til Mílu

Eyjan
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 14:09

Rebekka Jóelsdóttir og Snorri Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Míla hefur ráðið tvo nýja stjórnendur. Rebekka Jóelsdóttir er nýr fjármálastjóri hjá Mílu og stýrir fjármálasviði og Snorri Karlsson er framkvæmdastjóri innviðasviðs, sem er nýtt svið hjá Mílu. Snorri hóf störf í vor en Rebekka hefur nýhafið störf. Bæði taka þau sæti í framkvæmdastjórn Mílu.

Rebekka Jóelsdóttir hefur undanfarin 5 ár starfað hjá Marel. Þar stofnaði hún og veitti forstöðu hagdeild Marels. Rebekka hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði, en áður starfaði hún sem fjárfestingastjóri hjá Framtakssjóði Íslands og hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Rebekka er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja. Hún veitir fjármálasviði Mílu forstöðu, sem ber ábyrgð á fjármálahlutanum auk sjálfbærni (ESG) og innkaupum.

Snorri Karlsson kemur til Mílu frá Símanum, þar sem hann gegndi stöðu leiðtoga stafrænnar þjónustu, og þar á undan veitti hann forstöðu þjónustu Símans. Hann hefur starfað í fjarskiptageiranum í meira en 20 ár. Snorri er byggingaverkfræðingur frá Háskóla Íslands, og með meistaragráðu í verkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Innviðasviðið sem Snorri stýrir er ný eining hjá Mílu þar sem þeir þættir í rekstrinum sem snúa að uppbyggingu innviða eru sameinaðir, auk öryggis- og gæðamála.

„Þau Rebekka og Snorri styrkja starfsmannahóp Mílu enn frekar. Sérþekking og reynsla þeirra mun nýtast vel í þeim verkefnum sem framundan eru hjá Mílu. Þróun á íslenskum fjarskiptamarkaði er hröð og Míla er þar leiðandi. Fyrirtæki gera lítið án fólks og sterkur hópur eins og sá sem starfar hjá Mílu er forsenda árangurs,“ segir Erik Figueras Torras forstjóri Mílu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar