fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Svona oft áttu að þvo fötin þín

Pressan
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft áttu að þvo gallabuxur? Er í lagi að nota stuttermabol tvo daga í röð?

Þetta eru spurningar sem leita á suma varðandi þvott og fatanotkun enda nátengt. Þegar kemur að því að þvo föt þarf að taka tillit til fatnaðarins, umhverfisins og auðvitað buddunnar.

Fólk þvær líklega oftar í dag en hér áður fyrr enda þvottavélarnar orðnar mjög fullkomnar og næstum allir eiga þvottavél.

En það að þvo mjög oft slítur fatnaðinum og er um leið slæmt fyrir umhverfið og budduna því fötin slitna hraðar en ella og það kostar auðvitað að kveikja á þvottavélinni. Þess utan þvoum við á of háum hita.

Jótlandspósturinn leitaði nýlega til tveggja sérfræðinga og spurði þá hversu oft á að þvo föt þegar tillit er tekið til fatnaðarins, umhverfisins og buddunnar.

Sérfræðingarnir eru Michael René, hreingerningasérfræðingur, og Vibeke Riisbeerg, lektor við hönnunarskólann í Kolding.

Þau lögðu bæði áherslu á að fyrst og fremst sé það góð hugmynd að nota nefið og augun til að meta hvort fatnaður er skítugur eða lyktar illa. Mikill munur getur verið á þessu eftir því úr hvaða efni fatnaðurinn er og hvar á líkamanum hann situr. Það getur einnig verið munur á milli fólks.

Vibeke sagði að almennt séð eigi að þvo eins sjaldan og hægt er því þvotturinn slíti trefjunum í fatnaðinum.

Michael sagði að það skipti auðvitað máli hvað fólk gerir í fötunum. Ef það hjóli til dæmis yfir hvern drullupollinn á fætur öðrum, þurfi að þvo fötin oftar en sama leið er farin í bíl.

Hann sagði einnig að mýkingarefni sé aldrei nauðsynlegt. Það hafi verið hannað til að ná sápuleifum af efnum og mynda húð yfir efninu en það er hún sem gerir það mjúkt en um leið dregur hún úr rakadrægi þess og það er ekki alltaf gott, til dæmis ef rakadrægi handklæða minnkar. Mýkingarefni innihalda einnig ilmefni sem geta valdið ofnæmi.

Vibeke ráðleggur fólki að gefa þurrkaranum frí því hann sé meðal þeirra heimilistækja sem nota mest rafmagn og sé því slæmur fyrir umhverfið. Auk þess er hann slæmur fyrir fatnaðinn því hann slitnar mikið við að fara í þurrkara. Það sem endar í síu hans, eru trefjar úr fötum en þær losna af fatnaðinum þegar hann er í þurrkaranum. Þetta styttir líftíma fatnaðarins.

Ull

Hversu oft á að þvo ullarfatnað? Sjaldan er svarið. Ull er náttúrulega drullu- og vatnsfráhrindandi og því þarf ekki að þvo hana oft. Þess í stað er hægt að hengja hana, til dæmis lopapeysu, út og láta lofta vel um. Undantekningin er ullarnærfatnaður en hann þarf að þvo oftar.

Skyrtur

Hversu oft á að þvo skyrtur? Eftir að þær hafa verið notaðar einu sinni eða nokkrum sinnum. Ef hún er úr bómull, þá er yfirleitt hægt að nota hana nokkrum sinnum, sérstaklega ef þú er í bol undir henni. Þá er hægt að láta duga að hengja hana út og láta lofta um hana. Ef hún er úr blöndu af bómull og gerviefnum þarf líklega að þvo hana oftar.

Gallabuxur

Hversu oft á að þvo gallabuxur? Ekki fyrr en þær hafa verið notaðar oft. Gallabuxur eru yfirleitt úr efni sem þolir vel að vera notað oft áður en það er þvegið. Þetta er þó auðvitað háð því hvað þú gerir í buxunum. Gallaefni er þéttofið efni sem hrindir drullu og ryki frá. Það er einnig oft hægt að láta nægja að hengja gallabuxur út og láta lofta um þær.

Nærföt og sokkar

Hversu oft á að þvo nærföt og sokka? Svarið er auðvitað: Eftir sérhverja notkun. Þetta er auðvitað vegna baktería og helst á að þvo nærföt við 60 eða 80 gráður því bakteríur drepast aðeins við mikinn hita. Ef sokkarnir eru úr ull eða ullarblöndu er nóg að þvo þá við 30 til 40 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum