fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Dularfull merki utan úr geimnum – Eru þau afleiðing ofsafenginna árekstra?

Pressan
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 19:00

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa árum saman brotið heilann yfir hröðum útvarpsmerkjum sem berast úr órafjarlægð utan úr geimnum. Nú telja þeir sig hugsanlega hafa fundið skýringu á þessum dularfullu merkjum.

Þessi merki eru þau hröðustu og björtustu í alheiminum. Nú telja stjörnufræðingar að uppruna þeirra megi hugsanlega rekja til óheppinna loftsteina sem fljúga beint inn í stjörnur sem eru að hrynja saman.

Live Science skýrir frá þessu.

Útvarpsbylgjur af þessu tagi nefnast „fast radio burst“ á ensku. Þetta eru í raun sprengingar sem vara í nokkrar millisekúndur og eru einar öflugustu sprengingarnar sem eiga sér stað í alheiminum.

Vísindamenn komust á sporið um uppruna þessara bylgna þegar þeir námu slíka bylgju sem átti uppruna sinn í Vetrarbrautinni. Uppruni hennar var í nifteindastjörnu.

Áður en stjörnufræðingar námu bylgjuna árið 2020 tóku þeir eftir að snúningshraði nifteindastjörnunnar, sem venjulega snýst einn hring um sjálfa sig á 3,9 sekúndum, hafði breyst.

Þetta telja stjörnufræðingar hægt að tengja við bylgjuna því járnríkur loftsteinn, sem er á braut um nifteindastjörnu, brotnar vegna þyngdarsviðs stjörnunnar. Sum af mörg þúsund brotum hans geta farið á braut um nifteindastjörnuna og það getur valdið skyndilegri breytingu á snúningshraða hennar. Brot úr loftsteininum geta síðan færst nær yfirborði stjörnunnar. Þar enda þau inni í gríðarlega sterku segulsviði hennar og það leiðir til þess að mikil rafspenna myndast því loftsteinar eru mjög járnríkir. Þessi rafsegulsvið í bland við hraða valda því að geislun myndast sem síðan veldur hröðum útvarpsbylgjum.

Þetta er þó bara ein hugsanleg skýring á þessu fyrirbæri og er frekari rannsókna þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana