Hann setti sig strax í samband við David L. Glover því hann vissi að hann gæti leyst málið og losað hann við þá óboðnu gesti sem höfðu hreiðrað um sig í veggnum.
Western Journal skýrir frá þessu og segir að þessir óboðnu gestir hafi verið býflugur. David er sérfræðingur í að losa fólk við býflugur og flytja býkúpur og heilu býflugnasamfélögin.
En þetta var ekki auðvelt verk, því David þurfti að fjarlægja múrsteina til að komast að býflugnabúinu. Með aðstoð hitamyndavélar tókst honum að staðsetja búið og þá var hægt að hefjast handa.
Þrátt fyrir áralanga reynslu af því að fjarlægja býflugnabú kom stærð búsins honum mjög á óvart sem og hversu mikið hunang var í þvi. „Þetta er eitt mesta magn hunangs sem ég hef nokkru sinni séð!“ skrifaði hann á Facebook.