fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Heilbrigðisstarfsfólk sem borar í nefið er líklegra til að fá COVID-19

Pressan
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisstarfsfólk, sem borar í nefið, er líklegra til að fá COVID-19 en þeir sem ekki bora í nefið.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn Sky News sem segir að höfundar rannsóknarinnar segi að sjúkrahús eigi að bjóða starfsfólki sínu upp á kennslu varðandi þetta og íhuga að mæla gegn því að fólk bori í nefið þegar vinnureglur varðandi sýkingarhættu eru gefnar út.

Það voru hollenskri vísindamenn sem rannsökuðu gögn um COVID-19 smit meðal 219 starfsmanna á sjúkrahúsi í Amsterdam. Náði rannsóknin yfir tímabilið frá mars 2020 til október sama ár.

Þeir gerðu einnig yfirlitsrannsókn varðandi nefbor heilbrigðisstarfsfólksins og aðra hugsanlega áhættuþætti eða líkamlega þætti sem gátu valdið hættu á sýkingu.

Af starfsmönnunum 219 smituðust 34, eða 16%, af COVID-19 á rannsóknartímanum.  Meirihlutinn, 85%, viðurkenndi að stunda nefbor, að minnsta kosti óviljandi, og voru karlar og yngra fólk líklegra til að viðurkenna þennan slæma ávana.

17,3% af nefborurunum greindust með COVID-19 en 5,9% þeirra sem ekki boruðu í nefið.

Engin tengsl fundust á milli þess að naga neglur, nota gleraugu eða þess að vera með skegg og meiri hættu á að smitast af COVID-19.

Rannsóknin hefur verið birt í PLOS One vísindaritinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu