fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Býr á skemmtiferðaskipi 300 daga ársins – Kostnaðurinn lægri en húsaleigan

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. ágúst 2023 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2021 ákvað Ryan Gutridge að taka sér ferð með Royal Caribbean skemmtiferðaskipi eftir að hann áttaði sig á að hann gat unnið í fjarvinnu um borð. Segir hann þennan ferðamáta, sem margir tengja kannski við eldri borgara með nægan tíma og pening í buddunni, frábæran og hagkvæman fyrir þá sem geta unnið í fjarvinnu.

„Ég vinn í upplýsingatækni sem skýlausnaverkfræðingur og byrjaði að vinna heima árið 2012. Þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn skall á vann allt teymið mitt heiman frá og við höfðum aðgang að gögnunum hvar og hvenær sem við þurftum á þeim að halda. Á þeim tíma voru skemmtiferðaskipin ekki að sigla, en ég ákvað að ef þau héldu áfram rekstri þá ætlaði ég að prófa að taka vinnuna með mér í stutta siglingu. Ég vildi sjá hvernig WiFi-ið myndi virka um borð og hvort ég gæti fengið aðgang að sumum gögnum tengdum starfinu með öruggum hætti,“ segir Gutridge við Insider.

Skipið sem Gutridge býr á 300 daga á ári

Sumarið 2021 bókaði Gutridge því tvær fjögurra nátta siglingar á Royal Caribbean’s Freedom of the Seas og fór í báðar ferðirnar í september. „Allt virkaði frábærlega og síðan þá hef ég farið í siglingu nánast í hverri viku, nema í nokkrar vikur vegna fría.“

Gutridge ákvað áður en hann flutti nær alfarið um borð að reikna dæmið til enda. Áttaði hann sig á að það að búa á sjó í 300 daga á ári var næstum sama upphæð og hann var að greiða í leigu og önnur gjöld tengd húsnæði. En um borð nýtur hann ýmissa fríðinda, eins og ókeypis WiFi og ókeypis drykkja.

„Mig langaði að skoða kostnaðinn við að vera um borð nær alfarið áður en ég lagði í hann. Ég er með excel-skjal sem ég skrái allan kostnað í og ég set mér líka fjárhagsáætlun á hverju ári. Á þessu ári er grunnfargjaldið mitt um 30 þúsund dalir og á síðasta ári þegar ég byrjaði að skoða tölurnar í alvöru og meta hversu mikið grunnfargjald ég borgaði fyrir að vera á skipi í 300 nætur, reiknaði ég að það var næstum sama upphæð og ég var að greiða í leigu og annað húsnæðiskostnað fyrir íbúð í Fort Lauderdale, Flórída.

Drykkirnir mínir og internetið er ókeypis. Ef fólk ætlar að gera eitthvað í líkingu við það sem ég geri mæli ég með því að prófa mismunandi skemmtiferðaskip því hvert þeirra býður upp á mismunandi þjónustu. Þegar maður hefur svo fundið það rétta, heldur maður sig við það því maður safnar ákveðnum tryggðarstigum. Ég komst að því að Royal Caribbean er langbesti kosturinn fyrir mig með afslætti, ókeypis internet og ókeypis drykki,“ segir Gutridge sem tiltekur ekki hver matarkostnaður er, en samkvæmt Royal Caribbean vefsíðunni, eru flestar máltíðir um borð innifaldar í fargjaldinu. 

Hæsta tryggðarstig Royal Caribbean er „Pinnacle“ stigið, sem Gutridge mun ná eftir að hafa lokið tveggja ára siglingu á skipinu.

Veran um borð hefur jafnframt bætt félagslíf hans til muna. Vanalega situr hann fundi vegna vinnunnar í fjarfundi á morgnana og síðdegis, en á móti getur hann notað hádegismatinn til að umgangast eða hitta fólk í ræktinni. „Ég hef meira að segja kynnst fólki hér um borð sem ég hef haldið sambandi við áfram, það fólk hefur síðan komið aftur og aftur og siglt með mér. Að vinna að heiman í fjarvinnu fól í sér mikla einangrun. Ég á hvorki börn né gæludýr, svo það er auðvelt að verða svolítið innhverfur, en veran á skemmtiferðaskipinu hefur virkilega hjálpað og gert mig miklu félagslegri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum