Adama Traore er á leið til Fulham á frjálsri sölu.
Samningur kappans við Wolves rann út fyrr í sumar og er hann því frjáls ferða sinna.
Traore hafði verið hjá Wolves frá því 2018 fyrir utan lánsdvöl hjá Barcelona 2022.
Nú fer þessi 27 ára gamli leikmaður til Fulham sem kom öllum á óvart á síðustu leiktíð og hafnaði um miðja deild sem nýliði.
Hjá Fulham hittir Traore fyrir Raul Jimenez en þeir hafa leikið saman hjá Wolves undanfarin ár.