fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Airbnb-íbúð með fjölda reglna eyðilagði fjölskyldufríið – „Er hámark á hversu marga miða má hengja upp?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband leigjanda Airbnb-íbúðar sem hlaðin var af hinum ýmsu reglum fyrir leigutaka hefur vakið mikla athygli á TikTok, en rúmlega 4,6 milljón áhorf eru á myndbandið á tæpum tveimur vikum.

Becky Navarro, 40 ára, leigði sex herbergja eign í Wimberley, Texas, fyrir eina helgi í maí fyrir fjölskyldu sína og vini. Þegar hópurinn mætti á staðinn beið fjöldi reglna þeirra, límdar á borð, skápa, veggi og víðar.

Becky Navarro

„Við höfðum enga hugmynd um reglurnar fyrr en við mættum,“ sagði Navarro í samtali við New York Post, og segir hún að engar reglur eða leiðbeiningar hafi verið á vefsíðu eignarinnar á Airbnb. Leigan fyrir hverja nótt hafi verið 2000 dalir (263.000 krónur) 

Navarro segir að allar þessar fáránlegu reglur hafi dregið úr gleðinni sem átti að fylgja fríhelginni.

„Eru takmörk fyrir því hversu margar reglur má hengja upp í Airbnb?“ spyr hún í myndbandinu sem hún deildi á TikTok. Og þó myndbandið sé ekki langt má sjá að reglurnar eru ansi margar og flestar frekar kjánalegar. „Við gistum í airbnb húsi með annarri fjölskyldu um helgina. Reglurnar sem hengdar voru upp um allt húsið gjörsamlega drápu stemninguna.“ 

@beckypearlatx Y’all I dont get it 🤯 We stayed at an airbnb / vrbo house with another family over the weekend. The rules displayed all over the house just killed me. It seemed like every room and every surface had a note. It almost felt like it wasn’t a vacation with So. Many. Rules. #airbnb #vrbo #summervacation ♬ original sound – Becky Levin Navarro

Leiðbeiningar eins og hvernig á að nota örbylgjuofninn og hvar hreinsiefnin eru geymd eru eðlilegar, en aðrar setja spurningarmerki við af hverju eignin var yfirhöfuð sett í útleigu eða hvort að hefði ekki verið best að fjarlægja húsgögn og skrautmuni úr íbúðinni fyrir útleigu.

„Skrautmunur, alls ekki snerta eða hreyfa af neinni ástæðu. Ég er 10.000 ára mun brita ef þú horfir á mig skakkt,“ stendur á viðarskilrúmi í einu svefnherbergjanna.

Mynd: TikTok

„Það virtist sem hvert herbergi og hver flötur væri með miða á. Þetta var ekki neitt frí með allar þessar reglur, svo margar reglur,“ sagði Navarro.

„Amma átti þetta borð, vinsamlega farið vel með það og notið glasa/diskamottu.“

Mynd: TikTok

„Viðkvæm antík. Vinsamlega ekki reyna að opna eða toga í húnana.“

Mynd: TikTok

Rúmlega 9000 athugasemdir eru við myndbandið og eru flestir á því að þetta sé of mikið af reglum.

„Leigusalinn hefði getað útbúið gestabók og sett húsreglurnar í hana, merkimiðar og skilti um allt hús er bara hallærislegt.“

„Er að tengja, lenti í sams konar atviki,  bara á annarri eign. Fjöldi reglna gerði mig brjálaða.“

„Þurftir þú að sofa á gólfinu eða máttir þú koma við dýnuna?“

Einhverjir skildu þó sjónarmið leigusala. „Ég er kannski í minnihluta, en mér finnst þetta góð leið til að vita að hlutirnir séu hreinir og þeim haldið í góðu ástandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum