Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Var hún að bregðast við skrifum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar í Viðskiptablaðinu á föstudaginn.
Þar sagði Hörður að það stefni í orkukreppu hér á landi á næstu árum ef ekkert verður aðhafst og engar breytingar verða í orkumálum. Hann sagði Landsvirkjun tala fyrir daufum eyrum þegar fyrirtækið reyni að vara við hvert stefni.
Morgunblaðið hefur eftir Sigríði að Samtök iðnaðarins taki heilshugar undir áhyggjur Harðar og séu ábendingar hans í samræmi við það sem Samtök iðnaðarins hafa sagt. „Staðan í orkumálum er að verða grafalvarleg. Stjórnvöld eru því miður ekki að taka á þessari stöðu með nægilega markvissum hætti,“ sagði hún.