fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
EyjanFréttir

Rafmagn nánast uppselt hér á landi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast öll raforka hér á landi er uppseld. Þetta hefur neikvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu um land allt. Staðan er sú að við erum komin inn í tímabil orkuskorts hér á landi og staðan mun versna á næstu árum ef ekkert verður að gert.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Var hún að bregðast við skrifum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar í Viðskiptablaðinu á föstudaginn.

Þar sagði Hörður að það stefni í orkukreppu hér á landi á næstu árum ef ekkert verður aðhafst og engar breytingar verða í orkumálum. Hann sagði Landsvirkjun tala fyrir daufum eyrum þegar fyrirtækið reyni að vara við hvert stefni.

Morgunblaðið hefur eftir Sigríði að Samtök iðnaðarins taki heilshugar undir áhyggjur Harðar og séu ábendingar hans í samræmi við það sem Samtök iðnaðarins hafa sagt. „Staðan í orkumálum er að verða grafalvarleg. Stjórnvöld eru því miður ekki að taka á þessari stöðu með nægilega markvissum hætti,“ sagði hún.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“