fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Dreymandinn og hermaður – Svefnstellingarnar sem sérfræðingurinn mælir með

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefnstellingarnar dreymandinn (e. dreamer) og hermaður (e. soldier) eru þær sem James Leinhardt, stofnandi kodda- og dýnumerkisins Levitex sem leggur áherslu á rétta hryggjarstöðu mælir með.

Bakverkir eru vaxandi vandamál hjá mörgum og seta við tölvu í margar klukkustundir daglega er lítið að hjálpa til, þegar rangt er setið við borðið. Stellingin sem við sofum í getur síðan haft áhrif, til hins betra eða til hins verra. Vissulega hreyfa mörg okkar sig mikið í svefni og breyta þannig um stellingarnar, en stellingin sem við byrjum svefninn í hefur mikið að segja að sögn Leinhardt.

Hann hefur varið meira en áratug í að vinna með langveikum og fólki með alvarleg meiðsli til að bæta svefngæði þeirra.

Dreymandinn minnir á fósturstellinguna, þú liggur á hliðinni með hnén aðeins upp og handleggina fyrir framan þig. Til að fá auka stuðning er hægt að setja kodda á milli hnjánna.

Þessi stelling setur hefur minnstu spennu á hrygginn segir Leinhardt. 

Hermaðurinn, þá liggur maður á bakinu, sem er góð staða fyrir hrygginn því líkamsþyngdin dreifist jafnt. „Ef þú liggur á bakinu er hryggurinn strax studdur af dýnunni og þú hefur sem jafnasta dreifingu líkamsþyngdar. Ef þú setur kodda undir hnén, þá hallar þú mjaðmagrindinni aðeins og meira af bakinu snertir rúmið, sem gefur betri stuðning.“

Leinhardt ráðleggur fólki ekki að sofa á maganum, nema það sé með einhverja kvilla sem krefjist þeirrar svefnstellingar.

@levitex If you sleep on your back, that’s great! Just optimise it with one old pillow #backsleeping #backsleeper #optimisedsleep #optimizedsleep ♬ original sound – Levitex

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024