fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Easy Jet breytti heimferð Fannyjar og fjölskyldu í martröð – „Við höfum aldrei lent í svona áður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. ágúst 2023 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Fanny Lára Hjartardóttir, eiginmaður hennar Þorleifur Jónsson, og tveir 15 ára piltar, voru komin í gegnum óvenjulega langdregna og þreytandi öryggisleit á Manchester-flugvelli, aðfaranótt laugardags, var þeim í fyrstu létt, en sá léttir breyttist fljótt í skelfingu. Vandræðin voru bara rétt að byrja. Þau voru komin inn í fríhöfnina er þau ráku augun í upplýsingaskilti þar sem stóð að flugi EasyJet til Keflavíkur hefði verið aflýst. Núna, tveimur dögum seinna, stefnir fjölskyldna á rándýrt flug til Düsseldorf í Þýskalandi, og þaðan til Íslands. Þau koma því ekki heim fyrr en þremur og hálfum degi eftir að þau lögðu af stað til Íslands, frá Alicante á Spáni, eftir vel heppnað sólarfrí.

„Við lögðum af stað frá Alicante 5. ágúst eftir hreint dásamlegt frí þar og áttum að fara í gegnum Manchester heim. Við áttum að bíða í 5 tíma í Manchester og allt í lagi með það. En við lendum síðan í öryggiseftirliti dauðans með tvo unglinga og loksins þegar við erum komin í gegnum öryggisleitina og komin í fríhöfnina rekum við augun í upplýsingaskilti þar sem segir að flugi EasyJet til Keflavíkur sé aflýst. Engar skýringar og ekkert starfsfólk frá EasyJet á flugvellinum til að svara fyrir þetta og veita upplýsingar, en klukkan var þrjú að nóttu,“ segir Fanny í viðtali við DV.

Það hafði aukið á vandræðaganginn í öryggisleitinni að annar unglingana var með ilmvatn sem hann ætlaði að færa stúlku að gjöf heima. Þrátt fyrir að það væri aðeins 100 ml var það tekið af honum og fjögurra manna hópurinn var látinn fara aftur í gegnum öryggisleitina. Allt var þetta þó hátíð miðað við það sem tók við eftir það.

Þjónustuborð EasyJet opnaði ekki fyrr en klukkan sjö  um morguninn og þurfti fólkið að híma á flugvellinum þangað til. Um 100 manns voru bókuð í vélina, meðal annars hjón með mjög ungt barn. „Ekkert af þessu fólk mun nokkurn tíma fljúga með EasyJet aftur,“ segir Þorleifur, eiginmaður Fannyjar.

Bæði hafa hjónin  skilning á því að flug geti fallið niður vegna t.d. bilunar en segja að það sé forkastanlegt að veita ekki upplýsingar né aðstoða farþega við að komast í annað flug. „Engar útskýringar. Bara fluginu aflýst. Og þú innritar ekki farþega og lætur hann síðan vita að fluginu hafi verið aflýst, það er ekki boðlegt,“ segir Þorleifur, ennfremur.

Sáu sturtu og rúm í hillingum

Þegar þjónustuborðið loksins opnaði um morguninn hafði starsfólkið enga úrlausn varðandi flug. Þó komust einhverjir sem voru einir á ferð í annað flug. Hins vegar var útveguð gisting á hóteli í Manchester og Fanny og hennar fólk tóku því boði. „Maður var farin að sjá sturtu og rúm í hillingum enda við svefnlaus í meira en sólarhring,“ segir Fanny.

Eftir örstuttan svefn tók síðan við leit að flugi heim, fullkomlega án aðstoðar EasyJet, og það var ekki vandalaust. „Það var bara eitt flug með Icelandair til Keflavíkur og það var fullbókað. Ef við ætluðum að komast heim með EasyJet yrðum við að bíða hér í Manchester til 17. ágúst,“ segir Fanny. Það kom auðvitað ekki til greina.

Mágur Fannyjar, sem er mikill ferðalangur, fann síðan flugleið fyrir þau þann 8. ágúst. Er það flug til Düsseldorf í Þýskalandi og þaðan heim til Íslands. Flugið kostar hvorki meira né minna en 600 þúsund krónur. Að sjálfsögðu ætla Fanny og Þorleifur að kappkosta að endurheima þau útgjöld frá EasyJet eftir að heim er komið. Þau vita hins vegar ekki hvernig það mun ganga.

Var næstum hent út af hótelinu

Þar sem flugið heim í gegnum Þýskaland er ekki fyrr en 8. ágúst þarf fjölskyldan að gista aðra nótt í Manchester. En EasyJet bókaði bara eina hótelnótt. Það tók mikla rekistefnu og mörg símtöl að fá aðra hótelnótt. EasyJet samþykkti það sín megin en sendi ekki staðfestingu til hótelsins. Um tíma var hótelberberginu læst og leit út fyrir að fólkið yrði á götunni fram að flugi. En hótelið tók síðan ákvörðun um að taka á sig áhættuna af annarri næturgistingu, EasyJet hafði enn ekki sent staðfestingu þegar fréttin var skrifuð.

Fanny segir að hrakfarirnar hafi tekið gríðarlegan toll af henni og hennar fólki, þau séu þjökuð af svefnleysi, þreytu og streitu. Allir séu þó glaðir og standi saman. „Unglingarnir hafa verið yndislegir,“ segir hún. Núna kemst fátt annað að en þráin og eftirvæntingin eftir því að komast loksins heim til Ísland. Tvö flug eru þó eftir áður en þeim áfanga er náð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt