fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Svona hélt Meghan upp á afmæli sitt án Harry

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 5. ágúst 2023 11:00

Harry og Meghan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, varð 42 í gær, 4. ágúst. Markle hóf afmælisfögnuðinn snemma og á mánudag fór hún með Portia De Rossi og fleiri vinkonum að sjá kvikmyndina Barbie í Santa Barbara í Kaliforníu. Vinkonuhópurinn færði sig síðan yfir á San Ysidro Ranch hótelið og greinir PageSix frá því að hópur vinkvenna hafi þar verið í gæsun og gekk Markle að brúðinni, óskaði henni til hamingju og sat fyrir á myndum með hópnum. 

Þó Harry hafi setið heima þetta kvöld, líklega að passa börnin, fóru hjónakornin út að borða á miðvikudag á veitingastaðnum vinsæla Tre Lune í Montecito. Afmælisdagurinn sjálfur var svo tekinn rólega heima með fjölskyldunni. 

Framundan hjá Harry er ferð til Japan á miðvikudag þar sem hann mun verða viðstaddur ISPS Sports Values Summit-Special Edition íþróttaleikana í Tokyo. Óljóst er hvort Markle mun fara með honum, en staðfest er að hjónin ætla að mæta saman á Invictus leikana í Düsseldorf í Þýskalandi í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað