fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segir Bjarna Ben bíða eftir kraftaverki sem óvarlegt sé að treysta á

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 11:00

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson vonast eftir því að kraftaverk bjargi fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og reynir því allt sem hann getur til að halda andvana ríkisstjórnarsamstarfi gangandi út kjörtímabilið, skrifar Ólafur Arnarson í Dagfarapistli á Hringbraut.

Ólafur segir Bjarna hafa komið þeim skilaboðum á framfæri við félaga sína í fremstu forystu Sjálfstæðisflokksins að róa sig í gagnrýni á ríkisstjórnarsamstarfið, mikilvægt sé að samstarfið haldi áfram sem lengst út kjörtímabilið og staðan verði betri þegar takist að ná niður verðbólgu og vöxtum. Þá sé von til þess að stöðva stórsókn Samfylkingarinnar og reka hana í vörn.

Ólafur spáir því að Bjarna verði ekki að ósk sinni um lága vexti á kjörtímabilinu vegna þess að ekkert bendi til þess að Seðlabankinn verði jafn sprækur í vaxtalækkunum og hann hefur verið í að hækka vexti.

Þá telur Ólafur að jafnvel þótt verðbólga og vextir lækki sé fjöldi annarra mála sem grafi undan trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og fylgi stjórnarflokkanna og nefnir m.a. eftirfarandi dæmi:

  • Íslandsbankasalan, sem þyki dæmigerð fyrir stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, lausatök og sukk.
  • Lindarhvolsmálið sem sé með sóðalegri sukkmálum seinni ára hér á landi.
  • Stöðvun Svandísar Svavarsdóttur á hvalveiðum, sem væntanlega sé ólögmæt og valdi klofningi í ríkisstjórninni.
  • Stöðvun virkjanaframkvæmda í Þjórsá.
  • Alla samstöðu skorti um stefnumörkun í málefnum flóttamanna og hælisleitenda.
  • Þrátt fyrir stór orð ráðamanna svíki Íslendingar loforð sín á sviði loftslagsmála.
  • Stöðugur fjárlagahalli á langri vakt Bjarna sjálfs í fjármálaráðuneytinu.
  • Stjórnlaus útþensla ríkisbáknsins og fjölgun ríkisstarfsmanna.

Ólafur telur litlar líkur á að kraftaverk komi ríkisstjórnarflokkunum til bjargar í næstu kosningum.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller