fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Þrumuræða flugstjóra sem hefur fengið nóg af frekum farþegum slær í gegn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ræða flugstjóra American Airlines í upphafi flugs þar sem hann hundskammar eigingjarna og dónalega farþega hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Ljóst er að flugstjórinn hefur fengið sig fullsaddan af frekum farþegum. Byrjar hann ræðu sína með orðunum: „Mundu að flugþjónarnir eru fyrst og fremst hér til að tryggja öryggi þitt og því næst til að gera flugið þitt ánægjulegra. Þeir ætla að sjá um ykkur en þið skuluð hlusta á það sem þeir segja, vegna þess að þeirra orð endurspegla mín orð og vilja hér í stjórnklefanum og það er minn vilji sem skiptir máli hér.“

Verður að ítreka grundvallarreglur

Flugstjórinn fór þessu næst yfir nokkrar grundvallarreglur sem ótrúlegt en satt virðist þurfa að minna marga á daglega. „Verið góð við hvert annað, berið virðingu fyrir hvort öðru. Ég ætti ekki að þurfa að segja það. Þið ættuð að koma fram við fólk eins og þið viljið að komið sé fram við ykkur, en ég verð að ítreka þetta í hverju einasta flugi af því margir gera fara ekki eftir þessu. Þeir eru eigingjarnir og dónalegir og við líðum það ekki hér.

Ekki vera fyrir öðrum. Settu farangurinn þinn þar sem hann á að vera, það eru allir búnir að greiða fyrir farangurspláss.

Ekki liggja á öðrum farþegum. Ekki sofna á öðrum farþegum. Ekki láta líða yfir þig á aðra farþega og ekki slefa á aðra farþega nema þið hafið rætt það og þeir séu í vatnsheldum fatnaði,“ segir flugstjórinn sem uppskar hlátur farþega yfir síðustu orðunum.

Það vill enginn hlusta á myndbandið þitt

Flugstjórinn var þó rétt að byrja: „Samfélagstilrauninni að hlusta á myndbönd á hæstu stillingu og tala í farsímann á speaker er lokið. Búið og löngu lokið hér á landi. Það er enginn sem vill hlusta á myndbandið sem þú ert að horfa á. Ég veit að þér finnst það voða krúttlegt og skemmtilegt, sem það er pottþétt, en það er þitt mál. Ekki satt? Þannig að hlustaðu bara einn á það,“ segir flugmaðurinn og ráðleggur farþegum að nota AirPods eða heyrnartól við þetta afhæfi. „Þetta er þitt og bara hluti af því að sýna samferðamönnum sínum virðingu.“

Hin alræmdu miðjusæti

Miðjusætin komu einnig við sögu. „Miðjusætin, ég veit að það er fúlt að sitja í miðjunni. Þið í miðjusætunum, þið eigið báða armpúðana, það er gjöf mín til ykkar.“

Flugmaðurinn lauk svo ræðunni með einföldum hætti: „Velkominn um borð í flugið okkar.“

Farþeginn og grínistinn Anna Leah Maltezos deildi ræðunni á Instagram hjá sér með orðunum: „Takk fyrir að koma á TED fyrirlestur hans.“ Myndbandið hefur fengið yfir 4,4 milljónir áhorfa á rúmri viku. 

Og netverjar hafa tjáð sig um ræðuna:

„Hann hefur ekki rangt fyrir sér. Ef hann er að segja þetta þá sýnir það bara að hann er orðinn þreyttur á öllu þessu barnalega fullorðna fólki.“

„Fólkið sem kvartar yfir ræðu hans er fólkið sem þarf að hlusta á ræðuna.“

„Ef þú ert móðgaðst yfir þessari ræðu, til hamingju, þú ert vandamálið.“

Sumum þótti meira að segja svo vænt um ræðuna að þeir vildu greiða flugmanninum bætur fyrir vinnu hans.

„Frábær ræða, flugstjóri. Það hefði átt að klappa fyrir þessu. Bravó vel gert!“

„Ég get gefið Uber bílstjóranum mínum einkunn. Af hverju ekki flugmanninum? Mig langar að gefa þessum gaur 5 stjörnur og ég var ekki einu sinni í þessu flugi!“

„Hann er kominn með nóg af öllu rugli og ég elska það.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Anna Leah Maltezos (@lone_didion)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum