fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

„6-11 ára stúlkur fótósjoppa myndir af stelpum og gera þær mjórri eftir að hafa leikið sér með Barbí“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um Barbie dúkkuna sívinsælu og áhrif hennar á sjálfsmynd kvenna.

„Í æsku var Naglinn Barbísjúk.

Það er líklega karma að foreldrarnir keyptu Barbí æfingastöð sem innihélt þrekhjól og kviðæfingagræju enda þurfti spandexklædda dúkkan að viðhalda þessu örmjóa mitti sínu.

Í kringum sjö ára aldurinn var Naglafamilían stödd í Hamleys leikfangabúðinni í London og mátti Naglinn velja Barbídúkku. PapaNagl agiteraði fyrir rauðhærðri Skipper því hún var nýtur þjóðfélagsþegn sem vann við ljósmyndun og henni fylgdu myndavélar og eitt og annað tengt iðjunni.

En ekki margar Barbídúkkurnar höfðu atvinnu á þeim tíma, þó það hafi breyst í seinni tíð, þá eru ansi margar sem leggja lítið af mörkum nema að vera snoppufríðar í fínum spjörum.

En þegar heim var komið úr Englandsreisunni lá sú rauðhærða yfirleitt aðgerðarlaus á kantinum. Af því hún var ekki nógu sæt. Hún var ekki mjó og ljóshærð,“ segir Ragga nagli.

Segir hún rannsóknir sýna að Barbídúkkur hafi neikvæð áhrif á líkamsímynd ungra barna og ýti þeim í átt að dásama mjóan líkamsvöxt.

„6-11 ára stúlkur fótósjoppa myndir af stelpum og gera þær mjórri eftir að hafa leikið sér með Barbí.

Hins vegar þegar stelpur leika sér með dúkkur sem eru líkari raunveruleikanum, eins og Dóra landkönnuður, þá gera þær stelpurnar feitari.

Önnur rannsókn í Developmental Psychology skoðaði 5-8 ára stúlkur sem léku sér með Barbí, stúlkur sem léku sér með Emmu (stærð 16) og svo hóp með engar dúkkur.

Niðurstöður sýndu að Barbíhópurinn var með neikvæðari sjálfsmynd og lægra sjálfsálit en hinir hóparnir, en hvoru tveggja tengist óheilbrigðu sambandi við mat og tilraunum til þyngdarstjórnunar.

Dæmi er um að allt niður í sjö ára börn séu farin að velta fyrir sér hvernig þau líta út, og gera æfingar í fegurðarskyni.“

Ragga nagli bendir á að líkamsímyndin byrjar að mótast við 5-12 ára aldurinn, og stórhætta er á að börn innræti með sér skinhoraða líkama sem eru á skjön við allan veruleika.

„Ef Barbí væri alvöru manneskja væri hún 1,75 m en aðeins 55 kíló.

Sem myndi þýða BMI stuðullinn 16 eða í alvarlegri undirþyngd. Barbí væri þess vegna líklega ekki á blæðingum, enda hefur Mattel örugglega ekki framleitt Barbí dömubindi eða túrtappa.

Mjaðmirnar væru 83 cm, mittismálið 45 cm en brjóstin 99 cm.

90-60-90 var stundum talað um í tengslum við Marilyn Monroe, og þykir óínáanlegur staðall…. en Barbí fer út fyrir allan þjófabálk í þeim efnum.

Hún myndi nota númer 36 í skóm.

Það er kortér í að hafa hófa, og í engu samræmi við að vera 1.75 að hæð.

Hún myndi örugglega ekki ná að halda jafnvægi á svo litlum fótum enda góð þyngd í barminum, og detta ítrekað fram fyrir sig, og það væri mikið áhyggjuefni því líklega væri byrjun á beinþynningu hjá svo grannri manneskju sem væri mögulega ekki á blæðingum,“ segir Ragga nagli.

Mynd: Facebook Ragga nagli

Aukinn fjölbreytni í Barbie dúkkum

Árið 1963 kom út Náttfatapartý Barbí en henni fylgdi vigt sem sýndi 55 kíló, sem og skrudda með titlinum „Hvernig á að grennast“ og aðeins ein setning á plastblaðsíðunni EKKI BORÐA.

„Nýlega hafa komið út dúkkur sem eru smávaxnar, hávaxnar og íturvaxnar (petite, tall, curvy) sem áttu að auka fjölbreytni í líkömum. En þær eru samt ennþá of grannar. Smávaxna er í rauninni eins og gamla Skipper, með feitari kinnar, en ennþá of grönn.

Íturvaxna er með breiðara mitti, stærri handleggi og kálfa og líkist venjulegum líkama en áhyggjuefni að slíkt útlit sé titlað „curvy“ sem er í rauninni „feit“ pakkað inn í sellófan.

Þessi hávaxna er hvorki með snefil af fitu né vöðvum,“ segir Ragga nagli.

Hún spyr hvar VöðvaBarbí sé. „Sterk sem rífur í lóðin með valdeflandi skilaboð. Í pakkanum væru stangir, lóð, lóðaplötur. Ekki bara þrekhjól og eins og í Barbí æfingastöð æskuáranna. Eins væri skræða með titlinum „Hvernig á að verða stór og sterk“ og á plastblaðsíðunni væru margar setningar um að lyfta þungt miðað við getu, borða reglulega, passa upp á að fá nóg prótín, kolvetni og góða fitu, trefjar, og sofa nóg.

Það vantar líka fullt af fleiri Barbíum…. transBarbí, fatlaða Barbí, samkynhneigða Barbí, blinda Barbí og fleiri.  En þó er komin út Barbí með Downs heilkenni, svo það er spor í átt að fleiri jaðarhópum,“ segir Ragga nagli og spyr að lokum fylgjendur sína á Facebook:

„Áttir þú Barbí? Hvaða skoðun hefur þú á Barbí?“

Barbie dúkka með Downs heilkenni kom út í apríl í ár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“