Jóhanna Vala Jónsdóttir sem valin var Ungfrú Ísland árið 2007 gaf í byrjun júlí alla kjólana sem hún hefur notað í fegurðarsamkeppnum til góðgerðafélagsins Elley. Mbl greinir frá.
Í kjólasafninu er meðal annars kjóllinn sem Jóhanna Vala klæddist þegar hún var valin ungfrú Ísland og einnig kjóllinn sem hún klæddist ári síðar þegar hún krýndi arftaka sinn.
„Fallegt framlag með mikilvæg skilaboð. Takk fyrir að styrkja elsku Jóhanna. Fegurðin kemur að innan, eins og Jóhanna orðaði það sjálf,“ segir í færslu á Facebook-síðu Elleyjar.
Verslunin Elley sem er að Austurströnd 10 á Seltjarnarnesi gefur allan ágóða sinn til Kvennaathvarfsins og er verslunin alfarið rekin með sjálfboðastarfi. Hugmyndin á bak við Elley kemur frá Los Angeles í Bandaríkjunum.