fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Eldaði karrírétt í gosinu við Litla-Hrút – ,,Einn maður, einn ofn”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 17:00

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski grín­ist­inn og YouTu­be-stjarn­an Max Fosh setti sér það markmið árið 2021 að elda tilbúinn rétt í virku eldgosi. Þegar gos hófst við Litla-Hrút á dögunum dreif Fosh sig í brók, fjárfesti í flugmiða til Íslands og gekk að eldgosinu við Litla-Hrút til að ná markmiði sínu. 

Fosh eldaði þar „heimsins heitasta karrírétt“ sem var indverskur frosinn og tilbúinn réttur, Chicken Korma, sem hann keypti auðvitað í Iceland verslun í Bretlandi.  Fosh var kominn í loftið nokkrum klukkustundum eftir að hann fékk tilkynningu um að gos væri hafið og lenti á Keflavíkurfugvelli kl. 23.30 um kvöld.

Christoph­er Horsley eldfjallaáhugamaður var Fosh til aðstoðar við þessa sérstöku eldamennsku. 

Á YouTube-síðu Fosh má sjá nærri 12 mínútna myndband um ferðalagið til Íslands og eldamennskuna, en Fosh er með rúmlega tvo milljón fylgjendur á YouTube. „Jesús, það er allt Ísland hérna, þetta er eins og Glastonbury,“ segir Fosh um mannfjöldann sem mættur var til að þramma að gosinu. 

„Færum til bókar að við erum að leggja af stað klukkan 01.05,“ segir Fosh. „Þetta er það klikkasta sem ég hef nokkurn tíma gert á þessum reikningi og ég er ekki einu sinni byrjaður að elda,“ segir hann þegar Horsley gengur nær gosinu til að kanna aðstæður.

Mynd: Skjáskot YouTube

Strákarnir gleymdu gasgrímum og fati til að elda réttinn í, en Horsley var ekki lengi að redda málunum og útbjó fat úr Monster dós. 

„Þetta er eldað og mjög gott. Þetta er góður kjúklingur sem ég var að enda við að elda í virku eldfjalli.“

Við mælum með að apa athæfi Fosh ekki eftir og fara að fyrirmælum Almannavarna og viðbragðsaðila við gosstöðvarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024