fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fókus

Venni ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn í Formúlu 1

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 18:30

Vernharður Ravnaas/Mynd: aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnfirðingurinn Ragnheiður Ravnaas Vernharðsdóttir, sem býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni og starfar þar sem læknir, segir í dag í færslu á Facebook síðu sinni frá syni sínum Vernharði Ravnaas sem er 11 ára gamall.

Vernharður, sem er yfirleitt kallaður Venni, er bráðefnilegur kappakstursökumaður og hefur sett sér það markmið að verða fyrsti Íslendingurinn sem keppir í helstu kappakstursmótaröð í heimi, Formúlu 1.

Venni er virkur þátttakandi í gokart keppnum í Noregi en eins og Ragnheiður bendir á hafa flestir ökumenn í Formúlu 1 byrjað feril sinn í gokart. Fyrir þau sem ekki vita þá eru kappakstursbílar sem keppt er á í gokart í smærri kantinum en það þykir gott að byrja að keppa á þeim áður en keppendur færa sig yfir í stærri og öflugri bíla eins og eru t.d. í Formúlu 1.

Ragnheiður segir í færslunni að Venni hafi byrjað að æfa og keppa í gokart þegar hann var 8 ára og sé núna meðal bestu akstursíþróttamanna í aldursflokknum 10-13 ára í Noregi. Hann vann sinn fyrsta sigur í fyrra, þegar hann var nýbyrjaður að keppa í flokknum og var valinn akstursíþróttamaður síðasta árs í akstursíþróttaklúbbnum sem hann keppir fyrir. Ragnheiður segir að í ár sé Venni að berjast um toppsætin í hvert sinn sem hann keppir.

Ragnheiður bætti því við í samtali við fréttamann DV að auk aksturs á gokart-brautum æfi Venni sig í 1-4 klukkustundir á dag í aksturshermi sem hann á í herberginu sínu.

Hún segir í Facebook-færslunni að næst á dagskrá hjá Venna sé Noregsmeistarakeppnin helgina 11.-13. ágúst næstkomandi. Á síðustu æfingum á þeirri braut sem keppt verður á hafi Venni verið fljótastur allra og hafi til að mynda keyrt á hraðari tíma en núgildandi brautarmet, á æfingu síðastliðinn laugardag. Í hans flokki eru yfir 40 ökumenn skráðir til leiks. Meðal þeirra er pólsk-norskur drengur sem er meðal þeirra bestu í heimi í þessum aldursflokki.

Helgina eftir Noregsmeistarakeppnina mun Venni svo keppa í stórri keppni í Svíþjóð og síðan í nokkrum keppnum til viðbótar í Noregi áður en keppnistímabilið klárast. Í vetur er förinni heitið til Ítalíu og þar mun hann stunda æfingar eins oft og mögulegt er fyrir fjölskylduna og svo er ætlunin að taka þátt í einni svokallaðri WSK mótaröð (World Series of Karting) á Ítalíu í vetur.

Ragnheiður bætir því við í athugasemd við færsluna að Venni njóti leiðsagnar Svíans Glen Ågren sem hafi yfir 20 ára reynslu úr kappakstursheiminum. Ågren náði einmitt að koma dóttur sinni Ayla Ågren í mótaröðina F1 Academy sem er mótaröð sem Formúla 1 heldur úti og er ætluð allra efnilegustu kvenkyns kappakstursökumönnunum.

Skýr framtíðarsýn

Þegar kemur að framtíðaráætlunum Venna er ætlunin að hann keppi áfram í gokart þar til hann er orðinn nógu gamall til að komast í mótaröðina Formúla 4, en aldurstakmarkið þar er 15 ára. Ragnheiður segir að þau fjölskyldan telji mjög raunsætt að Venni komist þangað því aðgangsmiðinn sé í raun fyrst og fremst fjármagn ásamt ákveðnum kappakstursréttindum sem hann þurfi að ná áður, próf og námskeið sem þurfi að að fara í gegnum og keppnisreynsla.

Kappakstur er ekki ódýr íþrótt og Ragnheiður segir að verið sé að vinna að því að útvega Venna góða styrktaraðila sem séu til í að vinna með honum í þessu ferðalagi og hún bætir því við að vonandi sé margt að fara að gerast í þessum efnum á næstunni. Ragnheiður segir að nái Venni að gera það gott í Formúlu 4 ásamt því að vera með sterka styrktaraðila með sér þá séu líkurnar á því að komast í næstu mótaröð fyrir ofan, Formúlu 3, mjög góðar. Næsta skref fyrir ofan Formúlu 3 er Formúla 2 og þar fyrir ofan er Formúla 1, þekktasta og sterkasta kappakstursmótaröð í heimi.

Þegar kemur að því að Venni taki skrefið alla leið þangað segir Ragnheiður:

„Hérna taka örlögin svolítið meira við!“

Ragnheiður tekur sérstaklega fram að Venni muni alltaf keyra fyrir Íslands hönd og segir að ef íslensk fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að gerast styrktaraðilar Venna sé þeim velkomið að hafa samband við hana. Hún hvetur alla íslenska kappakstursáhugamenn til að fylgjast með gengi Venna.

Hægt er að fylgjast með Venna á Instagram-síðunni venniracing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Tölurnar sýna að húmor virkar“

„Tölurnar sýna að húmor virkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstæð móðir segist hafa viðbjóð á sjálfri sér eftir að hún svaf „óvart“ hjá mjög ungum karlmanni

Einstæð móðir segist hafa viðbjóð á sjálfri sér eftir að hún svaf „óvart“ hjá mjög ungum karlmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar