fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sendiráð Íslands í Rússlandi heyrir sögunni til að sinni

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 12:58

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins hefur starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi verið lögð formlega niður frá og með deginum í dag.

Fyrirsvar gagnvart Rússlandi og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins færist þar með til utanríkisráðuneytisins.

Utanríkisráðherra tilkynnti 9. júní sl. að frá og með 1. ágúst 2023 yrði starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu lögð niður. Samkvæmt tilkynningunni var ákvörðunin tekin í ljósi þess að staðan sé sú að það samræmist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við núverandi aðstæður.

Fyrirsvar Íslands gagnvart Rússlandi og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins (Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan) færist að svo stöddu til utanríkisráðuneytisins.

Tekið er fram í tilkynningunni að ákvörðun um að leggja niður starfsemi sendiráðsins feli ekki í sér slit á stjórnmálasambandi Íslands og Rússlands. Um leið og aðstæður leyfi verði lögð áhersla á að hefja starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund