fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Faðir drukknaði við bjarga syni sínum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 15:00

Áin Lygna. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær drukknaði 42 ára gamall maður í ánni Lygna í suðurhluta Noregs. Fimm ára sonur mannsins liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi og líðan hans er enn óbreytt.

Feðgarnir, sem eru sýrlenskir ríkisborgarar og voru búsettir í sveitarfélaginu Lyngdal sem er í nágrenni árinnar, náðust upp úr ánni um 40 mínútum eftir að þeir lentu í henni og voru báðir á um átta metra dýpi.

Lögreglan á svæðinu segir að almennir borgarar hafi lagt mikið af mörkum við björgunina. Eru þeir sagðir hafa notað köfunargrímur og sundfit við að leita að feðgunum og hófu þeir leitina áður en viðbragðsaðilar komust á staðinn.

Samkvæmt lýsingum vitna stökk faðirinn út í ánna til að bjarga drengnum sem var af ótilgreindum ástæðum fastur undir yfirborðinu. Kafarar og sjúkraþyrla voru send á staðinn og þegar feðgarnir loks fundust var þeim veitt skyndihjálp en eins og áður segir tókst ekki að bjarga föðurnum og drengurinn er milli heims og helju.

Leitin að feðgunum gekk erfiðlega framan af vegna mikils dýpis í ánni og slæms skyggnis undir yfirborðinu en eftir að kafarar komu á vettvang fundust feðgarnir nokkuð fljótt.

Þar sem atvikið átti sér stað er algengt að fólk komi og syndi og svamli í ánni og hefur slysið því fengið talsvert á íbúa Lyngdal.

Fyrst um sinn verður hlúð að fjölskyldu feðganna en það verður skoðað hvort veita eigi þeim almennu borgurum sem urðu vitni að slysinu eða tóku þátt í leitinni áfallahjálp.

Þetta er þriðja slysið á tæpri viku í Lyngdal. Þann 24. júlí lést einn maður eftir að skemmtibátur sigldi á járnstólpa og tveimur dögum síðar slösuðust tveir menn þegar þeir brotlentu lítilli flugvél sem þeir höfðu stolið.

Það er Norska ríkisútvarpið, NRK, sem greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf