fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Réttarbót fyrir þolendur

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, minnir í færslu á Facebook-síðu sinni á að 1. júní síðastliðinn hafi tekið gildi mikilvægar breytingar á skaðabótalögum.

Samkvæmt breytingunni eiga þau sem höfða mál til greiðslu miska- eða skaðabóta, vegna háttsemi sem hefur verið til rannsóknar lögreglu og varðar við viss ákvæði hegningarlaga, skuli hljóta gjafsókn á öllum dómstigum ef málstaður viðkomandi er talinn gefa nægilegt tilefni til þess. Gjafsóknarnefnd taki þá ákvörðun um hvort viðkomandi hljóti gjafsókn í samræmi við þetta ákvæði.

Það var Helga Vala sem átti frumkvæðið að þessari breytingu og hún segir í færslunni að þessi breyting sé sérstaklega mikilvæg fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis og möguleika þeirra til að sækja skaðabætur í einkamálum gegn gerendum:

„Nú vitum við að sönnunarkrafan í sakamálum er mjög rík, mun meiri en í einkamálum. Fjöldinn sem kærir er brot af tilvikum, lögregla fellir niður fjölda mála sem og ákærendur. Allt gerist þetta þrátt fyrir fjölda gagna sem færa sönnur á mál þeirra. Með lögfestingu á þessu litla þingmáli mínu tók Alþingi ákvörðun um að brotaþolar fengju lögbundna gjafsókn í þessum málum, líkt og gert er í öðrum mikilvægum málum eins og faðernis, lögræðis og barnaverndarmálum svo dæmi séu tekin.

Þannig þarf þolandi ekki að vera með tekjur undir því viðmiði sem gjafsóknarnefnd hefur, sem eru langt undir meðallaunum í landinu, heldur er viðurkenndur ríkur sanngirnisréttur til handa brotaþolum í þessum mjög svo flóknu málum. Lögin hafa tekið gildi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“