fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Lögregla afhenti Ásu Guðbjörgu gjöf frá nágrönnum – „Þið eruð í huga okkar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. júlí 2023 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem er grunaður um að vera Gilgo-strandar raðmorðinginn, er snúinn aftur á heimilið sem hún hafði í rúma tvo áratugi haldið með eiginmanni sínum sem hún er nú að skilja við.

Rex er sem stendur í fangelsi og ólíklegt að hann sé að fara að losna þaðan á næstunni, ef einhvern tímann. Ása hefur orðið fyrir gífurlegu áreiti og ágangi fjölmiðla og forvitins almennings og hefur ítrekað óskað eftir frið og beðist vægðar.

Nú er þó komin jákvæð frétt úr nágrenni Ásu á Long Island í New York, en um er að ræða náungakærleik í verki.

Lögreglumaður kom til hennar í gær færandi hendi, en á daginn kom að nágrannar hennar höfðu sett saman svokallaðan umhyggjupakka, eða care-package. Þar mátti finna ýmislegt matarkyns og miða með fallegum skilaboðum.

„Kæru nágrannar. Þið eruð í huga okkar á þessum erfiða tíma. Ef það er eitthvað sem við getum gert, ekki hika við hafa samband.“

Ása sem seinustu daga hefur reynt að mæta fjölmiðlum með reiði og svo með bugaðri uppgjöf, sneri sér að fjölmiðlamönnum eftir að hún fékk sendinguna og þakkaði fyrir sig.

„Þakka ykkur kærlega fyrir þennan matarpoka sem þið komuð með,“ sagði Ása í átt að blaðamanni New York Post.

Á föstudaginn sagði Ása við fjölmiðlamenn að þeim væri frjálst að taka allar þær myndir sem þeim sýndist. Hún hafi verið mótfallin því fyrst en hafi nú gefist upp og ef blaðamenn væru staðráðnir í því að standa fyrir utan hús hennar í von um að eitthvað fréttnæmt gerist, þá verði þeir að eiga það við sig, hún hafi um nóg annað að hugsa. Svo bætti hún við:

„Fortakslaust þunglyndi þess sem ég sá er nógu mikið áfall.“

Ása hafði líka sent yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hún einmitt óskaði eftir frið meðal annars fyrir nágranna sína, sem ættu skilið að fá að njóta lífsins í friði og hefðu nú þegar þurft að þola gífurlega viðveru lögreglunnar, aðkomumanna og fjölmiðla. Nú væri mál að linni.

New York Post greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!