fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Haraldur Ólafsson skrifar: Hverfull er gróðinn við fullveldisframsal

Eyjan
Sunnudaginn 30. júlí 2023 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ólafsson skrifar: 

Thomas Möller ræðir í löngu mál í DV 27. júlí sl. um landbúnað, styrki og hugsanlegan gróða við að segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu. Þá fer Thomas nokkrum orðum um frjálsa verslun.

Í styrkjaþokunni er stundum erfitt að sjá til og sumir villast. Lausnin er þá ekki að lesa reglurnar tíu sinnum til viðbótar og reyna svo að giska á hvað þær þýða heldur að rifja upp að styrkjakerfi Evrópusambandsins er fjarri því að vera meitlað í stein. Þegar nýtt ríki er innlimað getur kerfið verið orðið allt annað en það var, þegar það sama ríki sótti um aðild. Allar líkur standa til þess að árum eða áratugum seinna verði svo enn annað kerfi. Kannski verða þá engir styrkir, bara skattar. Hver veit? Allar slíkar breytingar koma að utan, enda væri mjög ólýðræðislegt að örþjóð innan stórveldisins fengi að ráða ferðinni í styrkjalöggjöf.

Hvað verslun varðar, þá verður að hafa í huga að Evrópusambandið er ekki félagsskapur um frjálsa verslun, nema milli ríkjanna sem að því standa, Þýskalands og Frakklands, og þeirra fylgiríkja. Gagnvart öðrum, sem eru um 95% af íbúum jarðarinnar er Evrópusambandið tollabandalag sem sinnir hagsmunum þeirra sem ráða ferðinni í sambandinu, og innheimtir tolla sem renna í fjárhirslurnar í Brussel. Enginn veit hversu háir þeir verða í framtíðinni.

Heldur svo einhver að það verði hægt um vik að hætta í félaginu þegar blæs á móti? Nei, þá er það orðið of seint, þá er bara að borga.

Haraldur Ólafsson
Formaður Heimssýnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?