fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Vinslit eftir símtalið sem gerði David Beckham öskuvondan – Sættir taldar útilokaðar

Fókus
Sunnudaginn 30. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltamaðurinn David Beckham og kryddpían Victoria Beckham hafa lengi átt í vinskap við hertogahjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle. Þessi vinátta virðist þó vera úr sögunni en David mn hafa orðið „algjörlega djöfulóður“ eftir að ásakanir voru settar fram í símtali.

Talið er að hjónin hafi orðið vinir þar sem talsmaður Beckham, Izzy May, er vinur Markus Anderson, sem er maðurinn sem hjálpaði hertogahjónunum að skipuleggja stefnumót í laumi þegar þau fóru fyrst að stinga saman nefjum. Þetta hafi komið tengingunni á þeirra á milli og voru Beckham-hjónin meðal gesta í brúðkaupi hertogahjónanna árið 2018. Hins vegar voru hertogahjónin ekki viðstödd þegar elsti sonur Beckham hjónanna gifti sig á seinasta ári, eða á íburðarmiklum viðburði sem David Beckham hélt um seinustu helgi þar sem hann bauð goðsögnina Lionel Messi velkominn í lið sitt, Inter Miami.

Heimildarmaður úr herbúðum Beckham-fjölskyldunnar sagði við The Mail on Sundey að David og Victoria hafi verið hertogahjónunum mikill stuðningur þegar þau fluttu til Bretlands, en nú sé staðan sú sættir séu ómögulegar.

Deilurnar megi rekja til þess að Harry hafi, árið 2020 þegar hann og Meghan ákváðu að stíga út úr konungsfjölskyldunni og flytja til Bandaríkjanna, hringt brjálaður í David og sakað Victoriu um að leka upplýsingum um Meghan í fjölmiðla. Á þessum tíma höfðu nokkrar fréttir verið birtar um förðun og húðumhirðu Meghan og taldi hertogaynjan að Victoria hefði deilt þessum upplýsingum með blaðamönnum.

David brást ókvæða við þessari ásökun í garð eiginkonu hans. Hann hafi reynt að vera kurteis en samskiptin hafi þó verið óþægileg. Hugmyndin um að Victoria hafi tekið upp símann og hringt í blaðamenn bara til að segja þeim hvernig Meghan farðar sig, sé fáránleg. Heimildarmaður Sun sagði á sínum tíma:

„Harry er mjög hlífinn gagnvart Meghan og ákvað að takast á við þetta með beinum hætti með því að hringja beint í góðan vin sinn David. David hins vegar var fljótur að leiðrétta Harry og þeir sammæltust um að láta þetta ekki sletta upp á vinskapinn. En þetta gerði samskipti þeirra pínleg í kjölfarið.“

Er nú talið að vinskapurinn hafi aldrei náð sér á strik eftir þessa uppákomu og hafi hjónin ekki eytt miklum tíma saman. Nú þegar hertogahjónin hafi ítrekað ráðist gegn konungsfjölskyldunni hafi Beckham-hjónin ákveðið að halda sig frá þeim til að misbjóða ekki Vilhjálmi prins og Katrínu prinsessu.

Fleiri frægir vinir hertogahjónanna eru sagðir hafa snúið við þeim bakinu. Til dæmis leikarinn George Clooney og eiginkona hans, lögmaðurinn Amal Clooney. Þau ætli sér heldur að halda í vinaleg samskipti við Karl Bretakonung. Það sama hafi söngkonan Katy Perry og unnusti hennar, Orlandi Bloom, hafa ákveðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“