fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Harry Bretaprins sagður sleikja sárin eftir reiðarslag og allt sé að fara úr böndunum hjá hertogahjónunum

Fókus
Sunnudaginn 30. júlí 2023 10:34

Meghan og Harry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmaður segir að allt sé að fara úr böndunum hjá Harry Bretaprins þessa daganna eftir reiðarslag sem hann varð fyrir í málaferlum sínum gegn fjölmiðlasamsteypunni New Group Newspaper, sem meðal annars rekur miðilinn The Sun. Dómari vísaði nýlega stórum hluta málsins frá dómi meðal annars með vísan til þess að frásögn Harry skorti trúverðugleika. Það sem eftir stendur af málatilbúnaðinum verður þó rekið fyrir dómstólum eftir sem áður, en málið er mun minna að umfangi eftir þessa frávísun að hluta. News.au greinir frá.

Mun Harry nú vera að sleikja sár sín enda sé þetta enn einn skellurinn á stuttum tíma, en nýlega voru Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, kölluð „fjandans eiginhagsmunaseggir“ af framkvæmdastjóra hjá streymisveitunni Spotify eftir að fyrirtækið slaufaði rándýrum samningi við hertogahjónin um hlaðvarp þeirra sem aðeins fékk eina þáttaröð.

Þá flýgur sú saga fjöllum hærri að hjónaband hertogahjónanna standi á brauðfótunum.

„Það er svolítið eins og allt sé að fara úr böndunum hjá Harry og það er ekki allt með felldu,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Fjölskylda hans hefur áhyggjur af því hvernig hann er að takast á við þetta og hefur áhyggjur af því hversu staðráðinn hann er í að halda áfram að standa í málaferlum.“

Eins og áður segir var stórum hluta þess máls sem Harry hefur höfðað gegn fjölmiðlasamsteypunni verið vísað frá dómi. Sagði dómar málatilbúnað ekki uppfylla kröfur um trúverðugleika og sannfæringarmátt sem réttarfarslög áskilja. Dómari vísaði meðal annars til þess að dráttur hafi orðið á framlagningu greinargerðar, nýjar málsástæður sem ekki hafi verið rökstuddar og skortur á vitnum og sönnunargögnum til að styðja við framlagðar sakir. Eins hafi Harry svarið drengskapareið um sannleiksgildi tveggja fullyrðinga sem ekki eigi sér stoð í þeim sönnunargögnum sem hann sjálfur lagði fram.

Prinsinn heldur því fram að fjölmiðlar á vegum samsteypunnar hafi hlerað síma hans og fjölskyldu og beitt ólögmætum aðferðum til að hnýsast í einkalíf hans. Hann hafi þurft að þola persónunjósnir og friðhelgi hans rofin. Meðal þess sem hann hélt fram var að framkvæmdastjórar samsteypunnar hafi gert leynilegt samkomulag við Buckingham Höll, en dómari tók fram að hann hafi ekkert lagt fram sem renni stoð undir þá ásökun. Harry hafði vísað í þetta meinta samkomulag til að skýra hvers vegna hann hafi ekki höfðað málið fyrr en nú, en hann segir að brotin hafi átt sér stað á árunum 1996-2011. Lögum samkvæmt hafa stefnendur sex ár eftir meinta ólögmæta háttsemi til að höfða mál. Dómari benti á að samkvæmt þeirri meginreglu hafi málið verið fyrnt þegar Harry höfðaði það árið 2019.

Harry bar því við að þetta meinta samkomulag hafi komið í veg fyrir að hann höfðaði mál innan fyrningarfrests. Hann gat þó ekki svarað spurningum um hvaða aðili innan hallarinnar eða hvaða aðilar frá fjölmiðlasamsteypunni hafi gert þetta meinta samkomulag. Dómari benti á að ekkert benti til þess að slíkt samkomulag hafi verið fyrir hendi, annað en fullyrðingar Harry og þær geti einar og séð ekki sannað tilvist þess.

Harry þarf auk þess að leggja út fyrir framtíðarkostnaði lögmanna fjölmiðlastamsteypunnar þar sem hann hafi sífellt verið að breyta og bæta við málatilbúnað sinn sem hafi sett aukið álag á varnir samsteypunnar.

Segja heimildir að þessi niðurstaða hafi verið niðurlægjandi fyrir Harry þar sem trúverðugleiki hans hafi þar með verið dreginn í efa með mjög opinberum hætti. m hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað