fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Muhammed stormeltir náði mynd af mögnuðu fyrirbrigði við gosstöðvarnar

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 21:00

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Muhammed Emin Kizilkaya áhugamaður um íslensk óveður og doktorsnemi við Háskóla Íslands fann á upphafsdögum eldgossins við Litla-Hrút á Reykjanesskaga skeifu sem talið er að geti mögulega verið frá 13. öld.

Sjá einnig: Stormeltirinn Muhammed fann undarlegan hlut á gossvæðinu

Fyrr í kvöld sagði Muhammed frá nýjustu ferð sinni á gosstöðvarnar í færslu á Facebook-síðu sinni en þar náði hann myndum af náttúrufyrirbrigði sem hann hann segir að sé kallað rykdjöfull:

„Við gengum að eldfjallinu og urðum vitni að fyrirbrigði sem myndast vegna hitans frá eldfjallinu; svokölluðum „rykdjöfli“. Rykdjöflar myndast þegar heitt loft stígur hratt upp frá yfirborði jarðar til himins og fyrir verður miklu kaldara loft þar rétt fyrir ofan og enn hærra uppi. Við slíkar aðstæður teygist á heita loftinu og það myndast snúningshreyfing eins og í hvirfilbyl.

Þeir eru yfirleitt skaðlausir en sérstaklega öflugir rykdjöflar geta valdið eignatjóni.

Þetta er svo sannarlega heillandi.“

Það er erfitt að taka ekki undir síðustu setninguna í færslu Muhammed en hana, með stuttu myndskeiði af rykdjöflinum, má sjá hér að neðan:

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“