Íris Björk Tanya Jónsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Vera design, hefur sett fasteign sína við Miðleiti í Reykjavík á sölu.
Eignin er 195 fm íbúð á tveimur hæðum í húsi sem byggt var árið 1983 og teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Ásett verð fyrir íbúðina eru 169 milljónir.
Íris Björk hefur áður keypt eignir og tekið þær í gegn frá a til ö með glæsilegum árangri., sama varð upp á teningnum með þessa eign sem Íris Björk hefur átt í stuttan tíma og tók alla í gegn. Nú er greinilega komið að næsta ævintýri eins og Íris segir á Facebook:
„Oops… I did it again. Ef góðar vættir lofa þá erum við á leið í næsta draum okkar. Ævintýrin gerast á einni nóttu. Ef maður er til í þau!“
Eignin skiptist í forstofu, stofu og borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi á neðri hæð, á efri hæð er sjónvarpshol og hjónasvíta með tveimur fataherbergjum og baðherbergi. Þvottahús er sameiginlegt með annarri íbúð á hæðinni milli íbúðanna. Í sameign hússins er sameiginleg aðstaða með poolherbergi, gufubaði og líkamsræktarsal.
Sjá má allar upplýsingar um eignina hér.