fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 17:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því fyrr í dag á Facebook-síðu sinni að innbrotahrina sé yfirstandandi í umdæminu:

„Þessa dagana stendur yfir innbrotahrina á öllu höfuðborgarsvæðinu. Aðferðin sem núna er hvað mest áberandi er að farið sé inn í hús og bifreiðar sem eru ólæst, það er nánast eins og að bjóða þjófum inn. Það er góð regla að geyma aldrei verðmæti í bílum, það gerir ekkert annað en að freista þjófa.“

Lögreglan varpar því fram leiðbeiningum um heppileg viðbrögð og ráðstafanir sem hún hvetur fólk til að grípa til vegna þessa ástands.

„Muna að læsa íbúðarhúsnæði, bílum og atvinnuhúsnæði til að gera það besta til að forðast innbrot. Innbrotin eiga sér stað á öllum tíma sólarhringsins, ekki bara á nóttunni. Gott er að gera viðeigandi ráðstafanir ef íbúðarhúsnæði er yfirgefið um lengri tíma, t.d. að óska eftir því að nágrannar líti til með húsnæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikla áherslu að upplýsa öll þessi mál og hefur þegar sett í gang aðgerðir til að stöðva þessa hrinu. Ef fólk verður vart við grunsamlegar mannaferðir er um að gera að hafa samband við lögreglu í síma 112.“

Þess ber að geta að í upphaflegri útgáfu færslunnar var orðið innbrotahrina notað en orðalaginu hefur nú verið breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?
Fréttir
Í gær

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna
Fréttir
Í gær

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Í gær

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“