fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Stórþjófur á Freyjugötu veldur usla – „Alltaf bara pollrólegur og sultuslakur, búinn að stela hér fyrir margar milljónir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áráttukenndur stórþjófur hefur að undanförnu valdið miklum usla í miðbænum. Maðurinn heitir Arturas Safarian og er frá Litháen en býr á Freyjugötu í Reykjavík. Undanfarið hefur DV orðið vart við nokkrar tilkynningar frá sárum borgurum sem bera þjófnað á Arturas.

Hjólhestahvíslarinn Bjartmar Leósson, sem hefur vakið landsathygli fyrir að endurheimta stolin reiðhjól og annað þýfi, segir manninn hafa stolið fyrir milljónir. Bjartmar endurheimti nýlega dýrt Trek-hjól úr vörslu mannsins en segir hann enn sitja á miklum stolnum verðmætum sem hann hefur ekki tekist að endurheimta frá honum. Á Facebook skrifar Bjartmar:

„Þessi gæi enn og aftur.

Hann var með þetta Trek rafhjól í dýrari kantinum sem er nú hjá eiganda sínum eftir að við náðum því af honum. Svo er hann líka með Dewalt verkfærakassa og verkfæratösku. Náði því ekki af honum því miður. Hann heldur til á Freyjugötu [X XXXXXXX – úrfelling: DV]. Alltaf bara pollrólegur og sultuslakur, búinn að stela hér fyrir margar milljónir.

Og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er bara sátt við stöðu mála…

Allavega er EKKERT að gerast.“

Bjartmar segir í samtali við DV að á tímabili hafi þetta verið eini maðurinn sem hann var að sækja stolin hjól til, svo stórtækur hafi hann verið í gripdeildum sínum.

Dæmdur fyrir líkamsárásir og fjölmörg þjófnaðarbrot

Ekki skal véfengt að lögregla hafi lítið aðhafst varðandi brot Arturas að undanförnu en ljóst er að lögregla hefur áður haft afskipti af honum því þann 2. mars síðastliðinn féll dómur yfir Arturas í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann var sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og ógrynni þjófnaðarbrota. Brotin sem ákært var fyrir voru um 20, hann játaði mörg þeirra, en ákæruvaldið féll frá einhverjum. Var hann þó sakfelldur fyrir meirihluta brotanna, meðal annars líkamsárásir sem hann neitaði að hafa framið.

Þjófnaðarbrotin sem hann var ákærður fyrir voru allt frá því að stela áfengisflösku upp í að stela bílum. Var hann dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og hefur því ekki þurft að sitja í fangelsi vegna þessara brota. Hann var einnig dæmdur til að greiða ýmsum aðilum skaðabætur, hæstar öðrum þeim aðila sem varð fyrir líkamsárás af hans hendi, rúmlega 700 þúsund krónur.

Svo virðist sem Arturas hafi stundað alræmda iðju sína grimmt frá því dómurinn féll yfir honum í mars og ekkert lát virðist á þjófnuðum hans. Ljóst er af framansögðu að stundum stelur hann miklum verðmætum, rándýrum hjólum og verkfærasettum.

Ekki tókst að ná samband við Arturas við vinnslu fréttarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Í gær

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“