fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Líkir flótta af grísku lúxushóteli vegna skógarelda við sögulegt björgunarafrek seinni heimsstyrjaldarinnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 21:00

Hjónin Michael og Louise Mallon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin nýgiftu Michael og Lousie Mallon héldu til grísku eyjunnar Rhodes í draumabrúðkaupsferðina, eftir stutt stopp í París. Hjónin voru þó ekki lengi í paradís á fimm stjörnu hótelinu, því tveimur dögum eftir að þau tékkuðu sig inn hófust skógareldar á eyjunni. 

Skógareldar sem geisa enn og hafa yfir 40 einstaklingar látið lífið og tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín í Grikklandi, á Ítalíu, Spáni og Portúgal.

Michael hefur líkt ástandinu þegar ferðamenn og íbúar flúðu eyjuna frá ströndum hennar við franska hafnarbæinn Dunkerque, en aðgerðin Dynamo árið 1940 spilaði veigamikinn þátt í seinni heimsstyrjöldinni. Á níu dögum mánaðamótin maí/júní bjargaði breski flotinn 338.226 breskum og frönskum hermönnum undan ströndum Dunkerque. Var allsherjarskipun gefin út um að allir sem gátu gert út bát tækju þátt í aðgerðunum. Er talið að ef aðgerðin hefði mistekist hefðu Bretar þurft að lýsa yfir ósigri gegn Þjóðverjum. 

Lúxushótelið með skógarelda í bakgrunni

En aftur að nýgiftu hjónunum, sem höfðu aðeins notið hveitibrauðsdagana á Rhodes í tvo daga þegar þau neyddust til að yfirgefa hótelið. 

„Rhodes var eins og Dunkerque. Þetta var brjálaður dagur, við hlupum í um það bil 8 km til að komast á svæðið sem þeir sögðu okkur að fara á í rýmingarskilaboðunum,“ segir Michael og vísar þar til tilkynningar sem grísk yfirvöld sendu þann 20. júlí. Segir hann að um 5.000 manns hafi komið saman á tilgreindum stað í þorpinu Gennadi á suðurhluta eyjarinnar.

„Við komumst þangað og það var engin leiðsögn eða neitt. Það var ekkert rafmagn og því kolniðamyrkur. Eldurinn breiddist síðan út og færðist stöðugt nær rýmingarsvæðinu. Okkur var sagt að rútur kæmu til að flytja okkur í burtu, en engar komu. Svo kom miðnætti og eldurinn færðist stöðugt nær, það voru um 5.000 manns þarna að lágmarki. Og þá fóru bátarnir að koma.“

Mynd sem Mallon tók á flóttanum.
Mynd sem Mallon tók á flóttanum.

Vinir hjónanna sem einnig voru á ferðalagi í eyjunni sóttu þau og hjónin gistu hjá þeim í Airbnb gistingu. Hjónin tóku síðan leigubíl á hótelið sitt til að sækja töskurnar sínar og flugu heim til Stokkhólms í Svíþjóð miðvikudaginn 26. júlí.

„Við vorum í París áður en við komum til Rhodes svo við fengum að minnsta kosti nokkra daga í brúðkaupsferð,“ segir Michael um björtu hliðar ferðarinnar. Hann bókaði ferðina í gegnum hótelið og vonast til að ferðatryggingin bæti upp fjárhagslegt tjón ferðarinnar, en hjónin greiddu um 4000 pund (tæpar 700 þúsund krónur) fyrir ferðina. Séu ofangreindar dagsetningar réttar virðist þó sem hjónin hafi dvalið á eyjunni frá 18. – 26. júlí eða í alls níu daga. 

Slökkvilið hefur barist við skógarelda á eyjunni og víðar síðan 20. júlí og hafa fjölmörg flugfélög og ferðaskrifstofur fellt niður ferðir þangað til að minnsta kosti 30. júlí. Mikill hiti og vindar hafa gert slökkvistarfið erfitt og hafa eldarnir náð að breiða hratt úr sér. Á mánudag loguðu skógareldar á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi.

Hvort rétt sé að líkja þessum tveimur atburðum saman skal ekki metið hér, en því haldið til haga að þó björgunarafrekið í Dunkerque sé almennt álitið frækið afrek var mannfallið þar einnig gífurlegt, um 22 þúsund breskir og franskir hermenn létu lífið og 20 þúsund þýskir hermenn létu lífið, særðust eða týndust í orrustu. Talið er að 2000 almennir borgarar hafi fallið í valinn. Jafnframt er talið er að fyrir hverja sjö hermenn sem bjargað var hafi einn verið handtekinn sem stríðsfangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum