fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Katla fer yfir undirbúninginn og stóra daginn sjálfan – „Æi bara þær allar að þola bridezillu síðustu vikur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 15:00

Katla Hreiðarsdóttir Mynd Facebook: Unnur Magna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir hönnuður og eigandi Systur&Makar og Haukur Unnar Þorkelsson giftu sig laugardaginn 15 júlí.

Brúðkaupið var einstaklega veglegt og vel undirbúið hjá hjónunum með aðstoð vina og vandamanna. Katla sem er virk á samfélagsmiðlum leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningnum á bæði Instagram og Facebook og mikið magn mynda birtist einnig frá brúðkaupinu sjálfu og veislunni.

Sjá einnig: Katla og Haukur orðin hjón – „Ég er búin að gráta svo mikið, ég er svo hamingjusöm“

Lykilatriði að plata frábæra einstaklinga með sér

Katla sagðist þakklát öllum sem hjálpuðu hjónunum við undirbúninginn, í brúðkaupinu og veislunni og einnig við tiltekt og frágang. Allir þeir sem komið hafa að veislum, hvað þá stórum viðburði eins og brúðkaupi, vita að handtökin við slíkan viðburð, fyrir, á meðan og eftir hann, eru ótal mörg. Katla hefur því í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum tekið brúðkaupið fyrir og hvernig staðið var að hverjum þætti fyrir sig og hrósað í hástert öllum þeim sem að komu: athafnastjóra og veislustjóra, blómaskreytingakonum, kokkum, þjónum, og síðast en ekki síst starfsfólki hennar hjá Systrum & Mökum, sem hún segir hafa mátt þola „bridezillu“ í nokkrar vikur. En það orð er notað yfir væntanlega brúði sem missir sig í skapinu í stressinu fyrir brúðkaupinu.

„Það eru ekkert smá margar hendur sem koma að svona viðburði og ég ætla að fá að gefa mér tíma til að þakka þeim öllum!,“ segir Katla.

„Hluti af skipulaginu er að plata til sín frábæra einstaklinga í öll hlutverk og ef eitthvað var gert rétt í þessari veislu þá var það akkurat það! Við vorum með gæðablóð á öllum vígstöðum sem stóðu sig með þvílíkri prýði og ég vil hér þakka þeim sem komu að mat og drykk! Það má heldur ekki gleyma því að eldunaraðstaðan var vægast sagt flókin! Grill og upphitun hjá húsinu á meðan maturinn var settur á diska í prepptjaldi á túninu við stóra tjaldið með engu gólfí á misstöðugum borðum og á gólfi sem ekki var til staðar!

Drykkir og matur í gleri og á postulíni sem mátti gjöra svo vel að burðast með á milli staða, Limonchello og límonaði í gleri við vatnið, langt frá öllu öðru og svo aftur upp eftir, kaffi uppáhellt í skála og borið niður eftir, prepp gert í eldhúsum í Reykjavík dögum fyrir veislu og níðþungum grillum reddað á staðinn héðan og þaðan.. æi þetta var bara hrikalega mikill burður og BRAS sem þessir meistarar sinntu með brosi á vör! Nei sko allan tímann!!“ segir Katla, sem segir að þau hjónin og gestir hafi ekkert orðið vör við að eitthvað hafi breyst, klikkað og gleymst og það segi sitt um frábærlega vel unnin störf.

Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar

Maturinn sló í gegn og spurt hvort von sé á matreiðslubók

Íslenska ostadrottningin, Eirný Sigurðardóttir, annar eigenda Matarmarkaðs Íslands, sá um að hanna matseðilinn. „Hún hannaði allan matseðilinn (sem var huge) forréttinn (sem var annar matseðill út af fyrir sig). Fór um allan bæ og smakkaði, lyktaði af og fiktaði til að fá sem allra ferskustu og bestu hráefnin. Það skiptir hana miklu að nýta íslenskt hráefni og handverk sem mest og best.. við eeeelskum það!
Svo var það að preppa, græja og gera dagana fyrir sem og á deginum sjálfum og í gegnum þetta allt stjórnaði hún her af fólki, passaði að allt væri á tæru, leyfði okkur hjónum eða fjölskyldu ALDREI að finna fyrir nokkru stressi ef eitthvað klikkaði. Í ofanálag við þetta allt gerði hún þetta brosandi með sinn klikkaða húmor að vopni! Við hreinlega ELSKUM hana og erum STOLT af því að mega kalla hana vinkonu!! Þetta hefði ALDREI orðið jafn truflað ef ekki væri fyrir hana og hennar ómetanlegu reynslu, hugvit og færni!,“ segir Katla um Eirnýju.

Vel var látið af matnum og kallað eftir hvort það væri ekki von á uppskriftabók.

Eirný Sigurðardóttir
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar

Dísirnar fóru langt fram úr væntingum

Blómahönnuðirnir Blómdís og Jóndís sáu um allar skreytingar. „Algjörlega maaaaaagnaðar!! Nei stelpur!! Bara WOOOOWSA!!! Ég sagði: „Ég vil endilega vinna soldið með Kerfilinn því það er þemað, mikið af villtum plöntum og helst ekkert normal.. liti absolut og gleði en annars bara go wild“… and they sure did!! Að gefa fagmönnum frjálsar hendur er klááárlega „the way to go“!!! Óstjórnleg fegurð og fór svo langt fram úr mínum björtustu vonum! Takk takk TAKKKKK!!!!,“ segir Katla um þessar vægast sagt flottu skreytingar.

Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar

Athafna- og veislustjórinn fallegur konfektmoli

Bjarni Snæbjörnsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman og var jafnframt veislustjóri. Segir Katla þau hjónin í skýjunum með að hafa valið Bjarna, en þau höfðu samband við hann fyrir tveimur árum þegar þau ætluðu að gifta sig, svo kom yngri sonur þeirra undir og allt seinkaði.

„Í millitíðinni sáum við verkið hans „Góðan daginn faggi“ og urðum enn sannfærðari enda yndislegur! Við samt þekktum hann ekki baun- við bara vissum!! Hann tók tíma til að svara enda bilað busy og við biðum bara, sannfærð um að við fengjum hann (það er þetta með að secreta hlutina!!) Úr varð, hann jánkaði og við héldum fund mánuði fyrir bryllup. Við báðum um óhefðbundna athöfn sem átti að einkennast af gleði og léttleika! Verandi nú þegar gift hjá sýsla vildum við bara glimrandi gleði! Hann bað okkur að senda sér mail í sitt hvoru lagi þar sem við töldum upp kosti og líka galla hvors annars sem varð mjög fyndið,“ segir Katla.

Bjarni kom hjónunum á óvart með því að syngja lag um brúðhjónin, en hann og Arna vinkona Kötlu sömdu textann í sameiningu.

„Hann gjörsamlega rúllaði þessu dæmi upp! Var bilað skipulagður en samt spontanious, opinn fyrir breytum en hélt samt þétt utan um allt. Það var umtalað hvað hann væri gjörsamlega geggjaður!!!! Svo syngur hann guðdómlega og var eins og fallegur konfektmoli á sviðinu.“

Bjarni Snæbjörnsson
Mynd Instagram: Systur og makar

Þakkar samstarfskonum fyrir ómælda aðstoð og að þola sig í undirbúningnum

Í nýjustu færslunni þakkar Katla konunum sem sáu til þess að hún skartaði sínu fegursta sem brúður. Saumakonum og samstarfskonum, förðunarfræðingi og hársnyrti.

„Þetta gerist svo sannarlega ekki án undirbúnings né aðstoðar (eða aðgerða!!) Kjólinn hönnuðum við í sameiningu á saumastofunni,“ segir Katla og segir þær ekki munu taka að sér svona sérsaum, hún muni bara gera samstarfskonunum þetta einu sinni.

„Æi bara þær allar að þola bridezillu síðustu vikur.. eiga mikið hrós skilið.“

Sýnir Katla síðan mynd þar sem ein kvennanna, Steinunn, mátar hvort kjólinn muni ekki örugglega passa til að sitja hest í honum. Í brúðkaupinu kom Haukur henni á óvart með tveimur hestum sem brúðhjónin sátu á ásamt sonum sínum og voru hestarnir síðan leiddir á þann stað sem hjónin voru gefin saman. „Þessir pjakkar vissu sem sagt af því langt á undan mér.

Ég hefði ekki getað verið í betri höndum enda hef ég sagt það áður og segi enn, ráðið fagfólk og treystið því: þannig fær það að blómstra og útkoman verður svona líka glimrandi!! (Þó ég segi sjálf frá..). Takk allar kæru konur, mikið svaaakalega er ég þakklát og voða finnst mér ég sæt á öllum myndunum.. ég mun lifa á þessu svo æææægilega lengi!“

Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar
Mynd Facebook: Systur og makar

Þeir sem fylgja Kötlu á samfélagsmiðlum vita að hún er mjög virk í daglega lífinu og á samfélagsmiðlum og gerði María Krista systir hennar góðlátlegt grín að því í gæsamyndbandinu, þar sem María lék Kötlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“